Innlent

Velti upp þörfinni á sameinuðu efnahags- og loftslagsráðuneyti

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.

„Neyðin til að samtvinna aðgerðir í efnahagslífinu og loftslagsmálum orðin svo brýn að maður veltir því fyrir sér hvort umhverfismál og efnahagsmál eigi ekki að heyra undir sama ráðherra,“ sagði Smári McCarthy, þingmaður Pírata, í sérstökum umræðum um loftslagsmál sem fóru fram á Alþingi í dag. 

Smári óskaði eftir umræðunnni sem hann sagði í ræðu sinni að væri nokkurs konar „stöðutékk“ og að pólitískar línur eigi þar ekki að skipta máli. „Ég lít svo á að við séum öll bandamenn í að viðhalda lífvænleika jarðar.“ 

Smári sagði margt benda til þess að gera þurfi grundvallar breytingar á hagkerfi Íslands og heimsins alls ef markmið Parísarsáttmálans eigi að nást. „Á meðan efnahagsmálin undanskilja ágang á nátttúruauðlindir fra hagnaðartölum, á meðan krafan um hinn endalausa hagvöxt er ekki kveðin niður er engin leið til að áælta að árangur náist,“ sagði Smári. „Það verður að gera nákvæmlega sömu kröfur ti loftlagsbókaldsins og gerðar eru til ríkisfjármála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×