Fótbolti

Enn fjölgar smitum hjá félagi Alberts

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Albert Guðmundsson á æfingu hjá AZ Alkmaar.
Albert Guðmundsson á æfingu hjá AZ Alkmaar. getty/Ed van de Pol

Fjöldi kórónuveirusmita hafa greinst hjá hollenska liðinu AZ Alkmaar sem Albert Guðmundsson leikur með.

Níu smit greindust hjá liðinu í síðustu viku og við skoðun í morgun bættust nokkur við. Ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra.

AZ á að mæta Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn en óvíst er hvort sá leikur geti farið fram. Félagið er nú í sambandi við hollensk og ítölsk heilbrigðisyfirvöld og UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, um næstu skref.

AZ gerði 2-2 jafntefli við VVV Venlo á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Albert sat allan tímann á varamannabekknum hjá AZ.

Íslenski landsliðsmaðurinn hefur verið á mála hjá AZ síðan 2018 en hann kom til liðsins frá PSV Eindhoven.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×