María Meðalfellsgæs leitar að heimili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 18:56 Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið sonja@dyrahjalp.is Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Leitað er að heimili fyrir hina gæfu Maríu Meðalfellsgæs, sem virðist illa ná að fóta sig í borgarlífinu. Hún er núá tjörninni í Hafnarfirði eftir að sumarhúsaeigendur í Meðalfelli kvörtuðu undan ágengni gæsarinnar, en hefur verið tekin undir verndarvæng Dýrahjálpar Íslands og Guðmundar Fylkissonar. „María Meðalfellsgæs kemur frá Meðalfellsvatni. Hún er að öllum líkindum alin þar upp sem ungi en þegar hún verður fullorðin þá verður hún kannski ekki eins skemmtileg lengur,“ segir Guðmundur Fylkisson, stjórnarmaður hjá Dýraverndunarfélagi Hafnarfjarðar. Hann hefur undanfarin ár skotið skjólshúsi yfir særða fugla eða fugla í vanda og svo fundið þeim nýjan stað, undir verkefninu Project Henry, sem sjá má með því að smella á meðfylgjandi hlekk. María var færð á tjörnina í gær og hefur strax vakið athygli, en hún er einstaklega gæf og ófeimin við að biðja vegfarendur um mat og athygli. Dýrahjálp auglýsti í gær eftir heimili fyrir Maríu og viðbrögðin hafa verið góð, þó framtíðarheimilið sé enn ófundið. „Það eru nokkrir búnir að bjóða sig fram, með misgóðar aðstæður, sem við þurfum bara aðeisn að skoða betur. Það er samt enginn með aðrar grágæsir sem hefði verið tilvalið. Við viljum helst að hún fari eitthvert sem hún er ekki ein,“ segir Sonja Stefánsdóttir, sjálfboðaliði hjá Dýrahjálp. María er ekki vön borgarlífinu og hafa þau því nokkrar áhyggjur af henni. „Vissulega er maður svolítið hræddur um að svona gæfir fuglar verði fyrir, til dæmis ketti,“ segir Guðmundur og bætir við að hún eigi það til að fara út á götu. Hann fylgist þó vel með henni. Þeir sem hafa áhuga á að taka Maríu að sér geta sent tölvupóst á netfangið sonja@dyrahjalp.is
Dýr Hafnarfjörður Fuglar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira