Alfons missir af toppslag eftir að smit kom upp hjá U21 landsliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 09:00 Alfons mun missa af leik Bodø/Glimt og Molde síðar í dag. Bodø/Glimt Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Alfons Sampsted, byrjunarliðsmaður í Bodø/Glimt – toppliði norsku úrvalsdeildarinnar – sem og fyrirliði íslenska U21 árs landsliðsins í knattspyrnu missir af toppslag Bodo/Glimt og Molde í dag þar sem hann er kominn í sóttkví. Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson, leikmaður Fredericia í dönsku B-deildinni, greindist með kórónuveiruna er hann sneri aftur til Danmerkur eftir að hafa varið mark Íslands í 2-0 sigri á Lúxemborg í vikunni. Í kjölfarið var fjöldi leikmanna íslenska liðsins settur í sóttkví. Alfons er meðal þeirra. Hinn 22 ára gamli Alfons gekk í raðir toppliðs Bodø/Glimt eftir að hafa verið töluverðu flakki undanfarin misseri. Hann samdi við Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni árið 2017 en spilaði lítið sem ekkert með liðinu. Var hann lánaður til Breiðabliks síðasta sumar þar sem hann lék alls átta leiki í Pepsi Max deildinni. Hafði hann spilað 16 leiki með sænska B-deildarliðinu IF Sylvia fyrir það. Alfons hefur smollið eins og flís við rass í liði Bodø/Glimt og er í raun ekki hægt að tala um toppleik gegn Molde í dag þó liðin séu í fyrsta og þriðja sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Alfons og félagar eru í raun hársbreidd frá titlinum þó enn eigi eftir að leika tíu umferðir. Liðið trónir á toppi deildarinnar með 56 stig og hafa ekki enn tapað leik. Stórlið Rosenborgar kemur þar á eftir með 38 stig og Molde er í þriðja sæti með stigi minna. Bodø/Glimt því með 18 stiga forystu þegar 30 stig eru eftir í pottinum. Alfons hefur byrjað alla 20 deildarleiki Bodø/Glimt á tímabilinu. Hann hefur einnig leikið frábærlega með U21 árs landsliði Íslands en alls á hann að baki 28 leiki fyrir liðið. Þá hefur hann leikið tvo A-landsleiki og verða þeir eflaust fleiri þegar fram líða stundir.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira