Fótbolti

Hólmfríður kom inn af bekknum og breytti leiknum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hólmfríður er snúinn aftur í raðir Avaldsnes. Hér er hún í leik með liðinu árið 2015.
Hólmfríður er snúinn aftur í raðir Avaldsnes. Hér er hún í leik með liðinu árið 2015. GRETHE NYGAARD

Avaldsnes vann þá mikilvægan 3-1 útisigur á Lillestrøm. Hin 36 ára gamla Hólmfríður hóf leikinn á varamannabekknum en kom inn á þegar rétt rúmur klukkutími var liðin. Þá var staðan 1-0 Lillestrøm í vil.

Aðeins tíu mínútum eftir að Hólmfríður var sett inn á var staðan orðin 1-1 þökk sé marki

Rasheedat Ajibade. Leikmaður Lillestrøm varð svo fyrir því óláni að setja boltann í eigið net á 80. mínútu og staðan því orðin 2-1 gestunum í vil.

Elise Thorsnes gulltryggði svo sigur Avaldsnes er hún skoraði þriðja mark þeirra á 86. mínútu. Lokatölur 3-1 og ljóst að innkoma Hólmfríðar gerði mikið fyrir lið hennar í kvöld.

Avaldsnes er nú jafnt toppliði Vålerenga með 31 stig en síðarnefnda liðið á leik til góða. Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með liði Vålerenga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×