Geti verið stórhættulegt að fá inflúensu og Covid á sama tíma Birgir Olgeirsson skrifar 15. október 2020 19:39 Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði. Vísir/Vilhelm Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Ónæmisfræðingur segir aldrei mikilvægara en nú að bólusetja fyrir inflúensu. Stórhættulegt geti verið að fá inflúensuveiru og kórónuveiruna í lungun á sama tíma. Bólusetningar við inflúensu hér á landi eru fyrr á ferðinni en venjulega. 70.000 skammtar af bóluefni bárust til landsins og verður í fyrstu lögð áhersla á að bólusetja áhættuhópa sem eru 60 ára og eldri, langveikir og þungaðar konur. Ingileif Jónsdóttir, prófessor í ónæmisfræði, segir aldrei mikilvægara að bólusetja fyrir inflúensu en nú á Covid-tímum. Það geti reynst varhugavert að sýkjast af kórónuveirunni og inflúensu á sama tíma. „Ef inflúensan kemur á sama tíma og við erum með margra kórónuveirusmitaða í samfélaginu, þá er talið að þeir sem sýkjast úr hvoru tveggja geti farið geysilega illa út úr því, að fá tvær veirur í lungun á sama tíma. Sérfræðingar telja að það geti verið stórhættulegt. Þess vegna held ég að það sé mikilvægara en nokkru sinni að bólusetja alla fyrir inflúensu, ekki bara áhættuhópa heldur fleiri,“ segir Ingileif. Bretar hafi nú þegar tekið ákvörðun um að bóluefni gegn inflúensu verði frítt, ekki bara fyrir hópa sem ekki hafa þurft að greiða fyrir bóluefnið hingað til, heldur stærri hópa sem ná yfir stærra aldursbil. Ingileif segir afar mikilvægt að halda áfram að viðhafa einstaklingsbundnar sóttvarnir á borð við handþvott og að halda fjarlægð. Ekki bara til að halda kórónuveirunni í skefjum, heldur einnig inflúensu. Rætt er við Ingileif í nýjum Kompás-þætti þar sem fjallað er um þróun bóluefnis við kórónuveirunni. Ingileif er þar spurð hvenær hún býst við bóluefninu sem á að þróa á mettíma, hvort hægt verði að treysta því og hvenær lífið verður aftur eins og við þekktum það fyrir faraldurinn eftir að bóluefni kemst á markað. Þáttinn má sjá hér: Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir mikilvægt að fólk bóki sig í bólusetningu. „Við viljum endilega að fólk hringi á sína heilsugæslustöð eða að bóka sig í gegnum heilsuveru.is til að bóka tíma í bólusetningu. Það er sérstaklega með það í huga að við viljum ekki að fólk safnist saman í stórum hópum,“ segir Óskar. Vegna faraldursins gæti tekið lengri tíma en áður að bólusetja. „Það á ekki að vera nein áhætta. Það er svo gott sem engin inflúensa í gangi. Það er engin inflúensa heldur í gangi í nágrannalöndunum. Við eigum alveg að geta tekið okkur smá tíma,“ segir Óskar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kompás Tengdar fréttir Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Sjá meira
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01