Eini rófubóndi landsins sem ræktar rófufræ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2020 19:51 Fjóla Signý Hannesdóttir, rófubóndi á bænum Stóru Sandvík í Árborg en bærinn er í Sandvíkurhreppnum hina forna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Fjóla Signý Hannesdóttir á bænum Stóru Sandvík í Árborg er eini rófubóndi landsins, sem ræktar rófufræ, sem allir rófubændur treysta á að geta fengið fræ hjá. Hún náði um fimmtán tonnum upp af rófum úr görðum sínum í haust. Rófurnar hennar þykja einstaklega bragðgóðar. Fjóla Signý tók við af öldruðum föður sínum að rækta rófur og rófufræ í Stóru Sandvík. Uppskeran hjá henni var mjög góð í haust en hún tók upp um 15 tonn af rófum. Fræið, sem hún ræktar er Íslenska Sandvíkurrófufræið, sem þykir bragðbetra og harðgerðara en annað innflutt fræ. Rófurnar kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar „Við plöntum niður ákveðnum rófum, sem eru kallaðar frærófur. Svo spretta upp úr þeim stilkar, sem blómstra og svo lokast blómin. Þá verða til fræbelgir, sem heita Skálpar, inn í þessu eru fræin. Svo hengi ég það upp til þurrkunnar í allan vetur, eða fram í apríl. Þá fer ég með það í þreskingu á Korpu, þá þreskja þeir það fyrir mig, blása frá skálpana og þurrka fræið,“ segir Fjóla Signý. Fræin, sem Fjóla Signý ræktar eru fyrir alla rófubændur á Íslandi en það eru um 18 kíló á ári. Hér eru nokkur þeirra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjóla Signý ræktar um 18 kíló af fræi á ári en passar það fyrir alla rófuuppskeru á Íslandi eða 900-1100 tonn. Hún segir mjög skemmtilegt að vera rófubóndi. „Íslendingar mættu kannski vera enn duglegir að borða rófur. Margir eru fastir á því að það þurfi alltaf að sjóða þær og setja bara í kjötsúpuna eða með slátrinu. Það er líka gott að borða þær hráar.“ Eins gaman og Fjólu þykir að vera rófubóndi þá þykir henni jafn leiðinlegt að geta hvergi fengið neina styrki frá hinu opinbera eins og hjá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Erfðanefnd landbúnaðarins, henni var neitað á báðum stöðum. „Já, það er í rauninni öll ábyrgðin á mér að rækta fræ til þess að íslenskir rófubændur geti keypt fræ, íslenskt fræ af því að allir bændurnir kaupa af mér. Þannig að öll rófuframleiðslan á Íslandi er pínu háð mér en samt er ég að gera þetta eiginlega í sjálfboðavinnu,“ segir Fjóla Signý. Rófurnar frá Fjólu Signý kallast Sandvíkurrófur og eru einstaklega harðgerðar og bragðgóðar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Landbúnaður Garðyrkja Matvælaframleiðsla Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira