Fótbolti

Enginn í landsliðshópnum smitaður

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær.
Frá æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær. vísir/vilhelm

Enginn leikmaður í íslenska landsliðshópnum er með kórónuveiruna. Þeir fengu allir neikvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi.

Leikmennirnir nítján sem eftir eru í landsliðshópnum eru því klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í kvöld.

Allt starfslið landsliðsins þurfti að fara í sóttkví í gær eftir að Þorgrímur Þráinsson greindist með kórónuveiruna.

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson fá leyfi til að vera í „glerbúri“ á Laugardalsvellinum í kvöld en þeir Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýra íslenska liðinu af hliðarlínunni. Arnar er þjálfari U-21 árs landsliðs karla en Davíð þjálfar U-17 ára landslið karla. Þórður Þórðarson, þjálfari U-19 ára landsliðs kvenna, verður þeim til halds og trausts.

Ísland er án stiga á botni riðils 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Belgía, sem er í 1. sæti styrkleikalista FIFA, vann fyrri leikinn gegn Íslandi, 5-1.

Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.


Tengdar fréttir

Af hverju fóru engir landsliðsmenn í sóttkví?

Þó að allt starfslið landsliðsins verði í sóttkví í kvöld þegar Ísland mætir Belgíu, vegna smits hjá meðlimi þess, hefur enginn leikmaður liðsins verið settur í sóttkví.

Þjálfarateymi morgundagsins klárt

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið út hverjir það verða sem munu stýra liðinu er Belgía mætir á Laugardalsvöllinn annað kvöld.

Verða á vellinum en ekki á hliðarlínunni

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson verða á vellinum er Ísland mætir Belgíu annað kvöld í Þjóðadeildinni. Þeir verða þó ekki á hliðarlínunni heldur upp í einu af „glerbúrunum“ eins og Freyr kallar það.

„Við viljum þetta meira en allt“

Birkir Bjarnason hefur ekki áhyggjur af því að leikmenn íslenska landsliðsins séu orðnir svo gamlir að þeir myndu eiga erfitt með að höndla álagið af því að spila aftur í lokakeppni stórmóts.

Grunur um smit í umhverfi landsliðsins

Búið er að færa allar sóttvarnir í tengslum við leik Íslands og Belgíu upp um eitt stig vegna gruns um smit í umhverfi íslenska liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×