64 teljast týndir á síðustu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Lögreglumenn standa vörð við mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun í fyrra. Vísir/vilhelm Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira