64 teljast týndir á síðustu tveimur árum Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Lögreglumenn standa vörð við mótmæli hælisleitenda við Útlendingastofnun í fyrra. Vísir/vilhelm Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Stoðdeild ríkislögreglustjóra hefur 64 á skrá hjá sér sem ekki hafa fundist þegar til stóð að vísa þeim úr landi á síðustu tveimur árum. Þó er talið að margir þeirra hafi farið sjálfir úr landi áður en til brottvísunar átti að koma og að lítill hluti hópsins dvelji enn hér á landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni á mánudag að tugir manna, sem ekki hefðu fundist fyrir ætlaða brottvísun, teldust týndir hér á landi. „Við erum að díla við það, og það er eitt af verkefnunum, að fólk fer ekki sjálfviljugt,“ sagði Áslaug. „Við þurfum alltaf að skoða kerfin okkar. Og við erum að skoða það að fólk sem hefur fengið neitun í íslensku kerfi, þarf ekki á vernd að halda og fellur ekki undir þá skilgreiningu, til þess fær það styrk frá íslenskum stjórnvöldum. Og ég held að með því til dæmis að hækka til dæmis þann styrk, eins og lönd hafa gert í kringum okkur, þá séum við að hvetja frekar til sjálfviljugrar heimfarar án þess að þurfa að koma að brottvísun.“ Fram kemur í svari stoðdeildar ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Vísis að 64 séu skráðir hjá deildinni sem ekki hafi fundist „við framkvæmd á fylgd úr landi“ á síðastliðnum tveimur árum. Bæði sé um að ræða umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem og þá sem hlotið hafa ákvörðun Útlendingastofnunar vegna ólöglegrar dvalar á Íslandi. Margir hafi yfirgefið landið áður en til framkvæmdar brottvísunarinnar hafi komið, og þá undir öðru nafni og hugsanlega með fölsuð skilríki. Þegar í ljós komi að einhver dvelji ekki lengur í úrræði sínu sé reynt eftir fremsta megni að hafa uppi á viðkomandi, m.a. með því að skrá hann eftirlýstan í kerfi lögreglu og upplýsa lögreglumenn um málið. Talið er að fæstir þeirra 64 sem skráðir eru týndir í kerfum lögreglu dvelji enn hér á landi. „Í einhverjum tilfellum hafa aðilar fundist á Íslandi og málinu haldið áfram með framkvæmd úr landi. Ekki er hægt að segja nákvæmlega til um hve margir eru hér enn á landi en miðað við þau gögn sem stoðdeildin hefur er það lítill hluti þeirra sem eftirlýstir eru í kerfi lögreglunnar af þessum sökum,“ segir í svari stoðdeildar. Mál hinnar egypsku Khedr-fjölskyldu vakti mikla athygli í síðasta mánuði. Til stóð að vísa fjölskyldunni úr landi en hún fannst ekki þegar stoðdeild hugðist fylgja henni út á flugvöll. Lýst var formlega eftir fjölskyldunni skömmu síðar en ekki kom til brottvísunar þar sem fjölskyldan fékk dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.
Hælisleitendur Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira