Segja Rússa hafa gert tölvuárás á norska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 15:56 Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, opinberaði aðkomu Rússlands á blaðamannafundi í dag og sagði mikilvægt að draga ráðamenn þar til ábyrgðar. EPA/ADAM BERRY Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi. Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55
Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28
Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32
Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11