Fótbolti

Sonur Robin van Persie með geggjað mark

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Shaqueel van Persie í búningi Feyenoord en hann er mjög efnilegur fótboltamaður.
Shaqueel van Persie í búningi Feyenoord en hann er mjög efnilegur fótboltamaður. Feyenoord

Gamla og góða sagan um eplið og eikina á vel við þegar kemur að Robin van Persie og syni hans Shaqueel.

Robin van Persie og Shaqueel hafa nokkrum sinnum sýnt flott tilþrif með boltann á samfélagsmiðlum en núna er strákurinn farin að vekja athygli inn á vellinum sjálfur.

Shaqueel van Persie er eldra barn Robin og Bouchru van Persie en hann er fæddur árið 2006.

Robin van Persie lagði skóna á hilluna vorið 2019 en hann lék tvö síðustu tímabilin með liði Feyenoord, liðinu sem hann hóf ferilinn hjá.

Nú er Shaqueel van Persie farinn að spila með unglingaliðum Feyenoord og hann skoraði þetta geggjaða mark hér fyrir neðan fyrir fimmtán ára lið Feyenoord á dögunum.

Shaqueel van Persie er að spila upp fyrir sig því hann er ennþá vara þrettán ára gamall.

Shaqueel van Persie fékk þarna góða stoðsendingu frá Aymen Sliti á vinstri kantinum en eftir flotta fyrirgjöf þá klippti Shaqueel boltann glæsilega í markið.

Það spillti ekki fyrir að strákurinn skoraði þetta mark á móti erkifjendunum í Ajax og að þetta var heldur ekki eina mark hans í leiknum. Aymen Sliti skoraði líka tvö mörk og þeir ná greinilega mjög vel saman.

Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum.

View this post on Instagram

Happy fathersday #robinvanpersie #simba

A post shared by Shaqueel van Persie (@shaqueelvanpersie) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×