Erlent

Hundruð mótmælenda handtekin í Minsk

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælunum í Minsk í gær.
Frá mótmælunum í Minsk í gær. Vísir/AP

Hundruð mótmælenda hafa voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær. Lögreglan beitti kylfum, háþrýstidælur og öðrum leiðum til að brjóta upp mótmæli fólks sem krefst nýrra forsetakosninga. Myndefni frá þarlendum fjölmiðlum sýndi grímuklædda lögregluþjóna draga mótmælendur í ómerkta sendibíla og berja þá með kylfum á götum Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands.

Samkvæmt frétt Reuters segist lögreglan hafa handtekið 713 manns á mótmælunum í gær. Frá því umdeildar forsetakosningar fóru fram þann 9. ágúst hafa tugir þúsund íbúa mótmælt kosningunum um hverja helgi.

Rúmlega þrettán þúsund manns hafa verið handtekin vegna mótmælanna. Þeirra á meðal eru pólitískir andstæðingar Lukasjenkó en aðrir andstæðingar hans hafa flúið úr landi.

Alexander Lúkasjenkó, sem kallaður hafi verið „síðasti einræðisherra Evrópu“ bar formlega sigur úr býtum í kosningunum og fékk 80 prósent atkvæða samkvæmt opinberum tölum. Það að kosningarnar hafi farið fram með sanngjörnum hætti hefur þó verið dregið verulega í efa.

Forsetinn hafnar þeim ásökunum þó harðlega

Lúkasjenkó er ekki viðurkenndur sem réttmætur forseti víða um heim. Þá hefur stjórn hans brugðist við mótmælum eftir kosningarnar með hörku. Hún á nú yfir höfði sér refsiaðgerðir Bandaríkjastjórnar og Evrópusambandsins.

Innanríkisráðuneyti Hvíta-Rússlands hefur lýst mótmælendum sem komu saman í Minsk í gær sem öfgafólki. Jafnvel komi til greina að beita hernaðarvopnum gegn mótmælendum.


Tengdar fréttir

Beittu mót­mælendur tára­gasi og blossa­sprengjum

Tugir mótmælenda í Hvíta-Rússlandi voru handteknir af lögreglu í dag. Tugir þúsunda höfðu safnast saman til þess að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó, forseta landsins, á valdastóli.

Hundruð mótmælenda handtekin í Hvíta-Rússlandi

Öryggissveitir Alexanders Lúkasjenkó Í Hvíta-Rússlandi handtóku á fjórða hundrað mótmælenda sem komu saman til þess að andæfa óvæntri embættistöku sitjandi forsetans í gær.

Lúkasjenkó lét sverja sig í embætti

Óvænt innsetningarathöfn var haldin í Hvíta-Rússlandi þar sem Alexander Lúkasjenkó sór embættiseið til sjötta kjörtímabils síns í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×