LeBron James í þrennustuði þegar Lakers varð NBA-meistari í sautjánda sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 02:25 LeBron James og Anthony Davis fagna saman í nótt þegar titillinn var í höfn. Getty/Douglas P. DeFelice Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur. NBA Bandaríkin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira
Los Angeles Lakers vann þrettán stiga sigur á Miami Heat, 106-93, í sjötta leiknum í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og þar með NBA-meistaratitilinn í sautjánda skiptið í sögu félagsins. Þar með er þriggja mánaða lokaspretti NBA-deildarinnar lokið þar sem allir leikmenn Lakers voru saman allan tímann í NBA búbblunni í Disneygarðinum á Flórída. Lakers liðið vann úrslitaeinvígið 4-2 en þetta er fyrsti meistaratitilinn hjá félaginu síðan árið 2010 þegar Kobe Bryant leiddi liðið til sigurs. Los Angeles Lakers missti mikið þegar Kobe og dóttir hans Gianna létust í þyrluslysi í janúar og liðið tileinkaði tímabilið og tiltinum Bryant feðginunum. The @Lakers are the 2020 NBA Champions! #LakeShow pic.twitter.com/Pnwdbvq29D— NBA (@NBA) October 12, 2020 LeBron James fór á kostum og var með þrennu í leiknum en hann endaði með 28 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar. Þetta er hans fjórði meistaratitilinn og hann var að vinna titil með sínu þriðja liðið eftir að hafa áður orðið meistari með Miami Heat (2) og Cleveland Cavaliers. LeBron James var kosinn mikilvægasti leikmaður lokaúrslitanna og fékk Bill Russell bikarinn að launum. James endaði úrslitaeinvígið með 29,8 stig, 11,8 fráköst og 8,5 stoðsendingar að meðaltali í leik. LeBron James hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaðurinn í öllum fjórum meistaratitlunum sínum og er sá fyrsti til að vinna þau verðlaun með þremur mismunandi félögum. 4x #NBAFinals MVP... @KingJames!LeBron James is the first player in NBA history to win NBA Finals MVP with three different franchises. pic.twitter.com/jxELsjGyzz— NBA (@NBA) October 12, 2020 The 2020 Bill Russell #NBAFinals MVP... LeBron James of the @Lakers! #LakeShow pic.twitter.com/jyAko4pjbN— NBA (@NBA) October 12, 2020 Rajon Rondo hefur nú orðið meistari með bæði Los Angeles Lakers og Boston Celtics en það eru nú tvö sigursælustu félögin í sögu NBA-deildarinnar. Rondo var frábær með 19 stig og 4 stoðsendingar af bekknum. Anthony Davis var með 19 stig og 15 fráköst og Kentavious Caldwell-Pope skoraði 17 stig. Anthony Davis og James urðu NBA-meistarar á sínu fyrsta tímabili saman. Hjá Miami Heat var Bam Adebayo stigahæstur með 25 sitg og 10 fráköst en þeir Jimmy Butler og Jae Crowder skoruðu báðir tólf stig. Jimmy Butler hafði augljóslega ekki orkuna í aðra eins frammistöðu eins og í leik fimm. Eftir frábæran og æsispennandi fimmta leik þá var ekki mikil spenna í lokaleiknum. Í raun var fyrri hálfleikurinn aðeins formsatriði. The closing call as the @Lakers become 2020 NBA Champions, capturing their 17th title in franchise history! #LakeShow pic.twitter.com/jjgr4qvQ1n— NBA (@NBA) October 12, 2020 Lakers liðið byrjaði leikinn vel og fór síðan á kostum í öðrum leikhlutanum. Lakers náði mest þrjátíu stiga forskoti og endaði hálfleikinn 28 stigum yfir, 64-36. Þetta var næstmesta forysta í hálfleik í sögu lokaúrslita NBA-deildarinnar eða á eftir 30 stiga forystu Boston á móti Lakers árið 1985 (79-49). LeBron James fékk líka mikla hjálp í öðrum leikhlutanum en Lakers vann hann 36-16 þrátt fyrir aðeins tvö stig frá James. Rajon Rondo átti meðal annars geggjaðan fyrri hálfleik þar sem hann skoraði þrettán stig eða meira en hann gerði samanlagt í þremur leikjum þar á undan (10). Kentavious Caldwell-Pope skoraði 15 stig í fyrri hálfleiknum eins og Anthony Davis en það var um fram allt kæfandi Lakers-vörn sem hélt leikmönnum Miami í aðeins 34 prósent skotnýtingu í fyrri hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var í raun formsatriði og þó að Miami Heat hafi minnkað muninn þá tókst liðinu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Lakers liðið hafði tögl og haldir og vann öruggan sigur.
NBA Bandaríkin Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Sjá meira