Innlent

Domino's á Dal­braut lokað vegna smits í Skeifunni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Smit kom upp hjá starfsmanni Dominos í Skeifunni í gær.
Smit kom upp hjá starfsmanni Dominos í Skeifunni í gær. Vísir/Vilhelm

Kórónuveirusmit greindist hjá starfsmanni Domino's í Skeifunni í gær. Verslun Domino's í Skeifunni hefur verið þrifin og sótthreinsuð en starfsfólk úr verslun Domino's á Dalbraut mun þurfa að standa vaktina í Skeifunni og verður versluninni á Dalbraut því lokað í dag og verður hún lokuð næstu daga.

Allir starfsmenn Domino's sem höfðu mögulega verið útsettir fyrir smiti voru sendir strax í sóttkví. Fram kemur í Facbook-færslu Domino's að viðskiptavinir þurfi ekki að hafa áhyggjur fyrir því að vera í hættu á að hafa smitast. Smitrakningateymi almannavarna hafi komist að því en starfsmaðurinn var ekki í nánu samneyti við viðskiptavini og var hann einnig einkennalaus.

Kæru viðskiptavinir. Í gær kom upp staðfest Covid-19 smit innan starfsmannahóps okkar í Skeifunni. Í kjölfarið fór af...

Posted by Domino's Pizza - Ísland on Sunday, October 11, 2020

Tengdar fréttir

Segir óþarfa áhættu að hafa skóla og veitingastaði opna

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefði viljað ganga lengra í samkomutakmörkunum til að kveða niður faraldur kórónuveirunnar. Alls greindust sextíu með kórónuveiruna innanlands í gær. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×