Højbjerg er spenntur fyrir tíunda leiknum á rétt rúmum mánuði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 11:50 Það hefur gengið ágætlega í síðustu tveimur leikjum Pierre-Emile Højbjerg. 6-1 sigur á Man Utd á Old Trafford og svo 4-0 sigur gegn Færeyjum á miðvikudaginn var. Alex Livesey/Getty Images Pierre-Emile Højbjerg gekk í raðir Tottenham Hotspur í sumar eftir að hafa leikið með Southampton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld. Hann segir ekkert mál að finna hvatningu fyrir jafn spennandi og erfiðan leik og hann reiknar með í kvöld. „Ég býst við mjög góðu liði sem er fullt sjálfstrausts eftir að hafa unnið mikilvægan sigur á dögunum. Ég býst við liði sem er líkamlega sterkt þar sem leikmenn þekkja hvorn annan og hlutverk sín mjög eftir að hafa spilað lengi saman,“ sagði miðjumaðurinn öflugi við Vísi fyrir leik kvöldsins. „Þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár svo ég reikna með mjög sterku liði,“ bætti hinn 25 ára gamli Højbjerg við. Højbjerg var spurður hvort það væri nokkuð erfitt að gíra sig upp í leik sem þennan. Síðustu leiktíð lauk ekki fyrr en nú í sumar og ekki var sumarfríið langt. Síðan 5. september hefur hann spilað níu leiki, tvo með Danmörku og sjö með Tottenham. „Alls ekki. Ég hlakka mjög til leiksins gegn Íslandi í kvöld. Ísland er með mjög gott lið eins og við vitum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið svo það er alls ekkert vandamál að gíra sig upp í leik sem þennan.“ „Ekki bara leikmennina heldur allt landið þar sem það á liðið ef svo má að orði komast. Ég held að allir vilji sýna sinn stuðning og við myndum vilja sýna hversu mikils við virðum stuðningsfólk okkar. Ég held að allir knattspyrnumenn myndu vilja spila fyrir troðfullum leikvangi en það er ekki hægt í núverandi ástandi. Það mikilvægasta er að allir séu heilsuhraustir, fari eftir fyrirmælum stjórnvalda og að við komum út úr þessu á eins góðan hátt og hægt er,“ sagði Højbjerg aðspurður hvaða áhrif það hefði á leikmenn að það væru engir áhorfendur. Að lokum var hann spurður við hverju mætti búast frá danska liðinu í kvöld. „Liði sem er vel undirbúið, tilbúið í leikinn og vonandi tilbúið að berjast við íslenska liðið frá fyrstu mínútu og sækja þrjú stig.“ Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30 Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Pierre-Emile Højbjerg gekk í raðir Tottenham Hotspur í sumar eftir að hafa leikið með Southampton í ensku úrvalsdeildinni frá árinu 2016. Hann býst við erfiðum leik gegn Íslandi í kvöld. Hann segir ekkert mál að finna hvatningu fyrir jafn spennandi og erfiðan leik og hann reiknar með í kvöld. „Ég býst við mjög góðu liði sem er fullt sjálfstrausts eftir að hafa unnið mikilvægan sigur á dögunum. Ég býst við liði sem er líkamlega sterkt þar sem leikmenn þekkja hvorn annan og hlutverk sín mjög eftir að hafa spilað lengi saman,“ sagði miðjumaðurinn öflugi við Vísi fyrir leik kvöldsins. „Þeir hafa náð í mjög góð úrslit undanfarin ár svo ég reikna með mjög sterku liði,“ bætti hinn 25 ára gamli Højbjerg við. Højbjerg var spurður hvort það væri nokkuð erfitt að gíra sig upp í leik sem þennan. Síðustu leiktíð lauk ekki fyrr en nú í sumar og ekki var sumarfríið langt. Síðan 5. september hefur hann spilað níu leiki, tvo með Danmörku og sjö með Tottenham. „Alls ekki. Ég hlakka mjög til leiksins gegn Íslandi í kvöld. Ísland er með mjög gott lið eins og við vitum. Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir bæði lið svo það er alls ekkert vandamál að gíra sig upp í leik sem þennan.“ „Ekki bara leikmennina heldur allt landið þar sem það á liðið ef svo má að orði komast. Ég held að allir vilji sýna sinn stuðning og við myndum vilja sýna hversu mikils við virðum stuðningsfólk okkar. Ég held að allir knattspyrnumenn myndu vilja spila fyrir troðfullum leikvangi en það er ekki hægt í núverandi ástandi. Það mikilvægasta er að allir séu heilsuhraustir, fari eftir fyrirmælum stjórnvalda og að við komum út úr þessu á eins góðan hátt og hægt er,“ sagði Højbjerg aðspurður hvaða áhrif það hefði á leikmenn að það væru engir áhorfendur. Að lokum var hann spurður við hverju mætti búast frá danska liðinu í kvöld. „Liði sem er vel undirbúið, tilbúið í leikinn og vonandi tilbúið að berjast við íslenska liðið frá fyrstu mínútu og sækja þrjú stig.“ Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30 Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Danska landsliðið sem er mætt hingað til lands hefur átt einkar góðu gengi að fagna undanfarin misseri. Liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu 18 sem það hefur spilað. 11. október 2020 09:30
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti