Fótbolti

Þjálfari Ragnars rekinn frá Kaup­manna­höfn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Solbakken á hliðarlínunni í leik FCK og Manchester United í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.
Solbakken á hliðarlínunni í leik FCK og Manchester United í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð. EPA-EFE/Sascha Steinbach

Ståle Solbakken, þjálfari FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, var í dag sagt upp. Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson leikur með liðinu.

Hinn 52 ára gamli Norðmaður hefur stýrt FCK síðan árið 2013. Hann stýrði liðinu einnig frá árinu 2006 til 2011. Danska deildin er tiltölulega nýfarin af stað en Kaupmannahöfn er sem stendur með aðeins einn sigur í fyrstu fjórum leikjum sínum.

Liðið situr í 9. sæti með fjögur stig á meðan Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby tróna á toppi deildarinnar. 

Hjalte Bo Nørregaard og William Kvist munu stýra liðinu í næstu leikjum.

Peter Scheimchel – fyrrum markvörður danska landsliðsins og Manchester United – segir að Solbakken verði sárt saknað.

Solbakken hefur alls unnið dönsku úrvalsdeildina átta sinnum sem og hann hefur gert FCK að deildar- og bikarmeisturum í þrígang. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×