24 inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2020 09:24 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm 24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
24 sjúklingar eru nú inniliggjandi á Landspítalanum vegna Covid-19. Þar af eru þrír á gjörgæslu og eru þeir allir í öndunarvél. Þetta segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, í samtali við Vísi. Frá mánudegi til miðvikudags í þessari viku greindust tæplega 300 manns með kórónuveiruna hér á landi, mikill meirihluti þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Það gera tæplega 100 tilfelli á dag og í gær, fimmtudag, er búist við að svipaður fjöldi hafi greinst að því er fram kom í viðtali við Víði Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Már segir við Vísi að spítalinn undirbúi sig nú fyrir að fleiri sjúklingar muni leggjast inn vegna Covid-19. „Það sem er að gerast í dag verður viðfangsefni hjá okkur eftir viku, tíu daga. Það hefur lítið breyst núna hjá okkur og við erum núna á þessum tíma að reyna að undirbúa það að við munum fá fleiri. Okkar plön ganga út á það að við þurfum að taka við fleirum en 24 eins og við erum með í dag,“ segir Már. Framhaldið á spítalanum ráðist af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu, um 100 manns á dag. „Við búumst við að þetta verði viðfangsefni næstu vikna, næstu fjórar, fimm, sex vikur. En svo ræðst framhaldið af því hvað margir greinast lengi af þessari stærðargráðu. Nú var gripið til þessara hörðu aðgerða í byrjun vikunnar og ég held að það verði ekki fyrr en um miðja næstu viku sem það ætti að fara að sljákka í þessu á grundvelli þeirra ráðstafana sem gripið var til,“ segir Már. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira