Hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2020 20:36 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum hvetur höfuðborgarbúa til að sýna skynsemi og ferðast ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið að óþörfu. Borið hefur á því að íbúar í nágrannasveitarfélögum hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu til þeirra eftir að hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Víðir sagði í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag að hlutfall þeirra sem greinst hefðu með kórónuveiruna í sóttkví síðasta sólarhringinn væri lægra en æskilegt væri. Ekki sæi enn fyrir endann á þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. „Við erum í brekku og við verðum það. Og við skulum alveg undirbúa okkur undir það að þetta séu tölurnar sem við sjáum næstu daga. Það verður kannski um miðja næstu viku sem við getum búist við að sjá einhverja verulega breytingu,“ sagði Víðir. Borið hefur á því að íbúar á landsbyggðinni hafi áhyggjur af því að höfuðborgarbúar sæki sér þjónustu, fari til dæmis í sund eða klippingu, í nágrannasveitarfélögum eftir að hertar aðgerðir tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Þannig hefur íþróttamiðstöðinni í Vogum verið lokað fyrir almenningi vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið. Hárstofan Anna á Selfossi hefur jafnframt tilkynnt að hún taki ekki við viðskiptavinum af höfuðborgarsvæðinu á meðan aðgerðirnar eru í gildi. „Ég skil ekki alveg að menn séu ekki að fara eftir þessu og sjá ekki hvernig liggur í þessu,“ sagði Víðir, inntur eftir því hvort sóttvarnayfirvöld hefðu áhyggjur af mögulegum ferðalögum höfuðborgarbúa út á land í téðum erindagjörðum. „Aftur á móti hefur maður áhyggjur af þeim sem nota sundið í sína endurhæfingu og slíkt. Það eru hópar sem fara verr út úr þessu en þeir sem fara bara í sundið til að slaka á. Og af þeim höfum við talsverðar áhyggjur.“ Ferðalög höfuðborgarbúa út á land eru ekki bönnuð samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra sem tók gildi í gær. Hins vegar er mælst til þess að þeir haldi sig heima. Víðir áréttaði þetta í Reykjavík síðdegis. „Við hvetjum fólk til að sýna skynsemi. Það hefur sýnt sig heldur betur í þessum faraldri að þú telur þig ekki vera með Covid og ert bara hress og kátur. Svo gerirðu eitthvað og daginn eftir ertu slappur, búinn að smita fullt af fólki eða setja það að minnsta kosti í hættu. Ég held að við ættum að vera skynsöm og halda okkur til hlés þangað til þessi bylgja gengur yfir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Vogar Reykjavík Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38 Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37 Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Þriðji risasamningurinn um bóluefni í höfn Evrópusambandið hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Janssen Pharmaceutica NV, dótturfyrirtæki Johnson & Johnson, um kaup á bóluefni gegn kórónuveirunni. 8. október 2020 18:38
Aðeins fjórir starfsmenn skóla hafi smitast við störf Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða. Formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir ekki tímabært að herða aðgerðir frekar, enda hafi aðeins fjórir starfsmenn smitast við störf. Aðrir hafi smitast af fólki í sínu einka- og félagslífi. 8. október 2020 18:37
Telur allar líkur á að fyrsta smitið á Íslandi hafi verið í janúar Sérfræðingur í ónæmisfræðum segir rökstuddan grun um að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar megi rekja aftur til janúar 2020. 8. október 2020 16:33
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent