Innlent

Þrjá­tíu starfs­menn Lands­réttar á leið í skimun eftir smit starfs­manns

Atli Ísleifsson skrifar
Húsakynni Landsréttar í Kópavogi.
Húsakynni Landsréttar í Kópavogi. Vísir/Vilhelm

Þrjátíu starfsmenn Landsréttar fara í skimun síðar í dag eftir að starfsmaður dómstólsins greindist smitaður af kórónuveirunni í gærkvöldi.

Þetta segir Björn L. Bergsson, skrifstofustjóri Landsréttar, í samtali við Vísi. Eru umræddir starfsmenn heima í dag.

Málflutningi fyrir Landsrétti sem fyrirhugaður var dagana frá deginum í dag og til og með miðvikudagsins í næstu viku hefur verið frestað vegna smitsins.

Í tilkynningu á vef dómstólsins segir að starfsemi dómstólsins verði í algjöru lágmarki þetta tímabil.

„Á síðunni er mælst til þess að gögn sem nauðsynlegt sé að afhenda á þessum tíma verði send rafrænt í gegnum vefgátt dómstóla, vefgatt.domstolar.is, eða með tölvupósti á netfangið landsrettur@landsrettur.is og frumrit póstlögð. Málsgögn er einnig unnt að afhenda í dómhúsinu við Vesturvör að gættum ítrustu sóttvörnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×