Heiðar Ástvaldsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. október 2020 21:55 Heiðar Ástvaldsson kenndi tugþúsundum Íslendinga dans á hálfri öld sem kennari. Facebook Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum. Dans Andlát Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira
Heiðar Ástvaldsson danskennari er látinn 84 ára gamall. Sonur Heiðars greindi frá andláti föður síns á Facebook upp úr hádegi í dag. Óhætt er að segja að fallin sé frá goðsögn í dansi hér á landi. „Það er með þungu hjarta að ég tilkynni að faðir minn hann Heidar Ástvaldsson andaðist í nótt á 5.tímanum. Hann þjáðist ekki neitt, var tilbúinn að fara og andaðist friðsamlega í svefni,“ segir Ástvaldur Frímann Heiðarsson. „Þó það sé erfitt að átta sig alveg á þessu akkúrat á þessari stundu þá er það mikil huggun fyrir mig og okkur í fjölskyldunni hversu friðsamlega hann á endanum kvaddi okkur.“ Heiðar Ástvaldsson var uppalinn Siglfirðingur, nam við Verslunarskóla Íslands og síðar lagadeild Háskóla Íslands. Hann lauk meðlimsprófi frá Imperial Society of Teachers of Dancing og var einnig með alþjóðleg dómararéttindi í samkvæmisdansi. Heiðar á sviði með Eddu Pálsdóttur í Súlnasal Hótel Sögu árið 1973. Heiðar starfaði í hálfa öld sem danskennari og rak samnefndan dansskóla, þ.e. Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar. Eiginkona Heiðars, Hanna Frímannsdóttir, féll frá árið 2008. Þau Heiðar og Hanna eignuðust einn son, Ástvald. Í viðtali við Morgunblaðið árið 2006 sagði Heiðar frá tilurð dansskóla síns sem mátti rekja aftur til Siglufjarðar þar sem Heiðar var í gagnfræðaskóla. „Í bekknum voru 20 stelpur en strákarnir bara 6. Þær höfðu allar brennandi áhuga á dansi, en ég var eini strákurinn sem nennti að sinna honum, svo þær notuðu mig allar til að æfa sig á, og lærði ég mikið af því.“ Heiðar var um árabil forseti Dansráðs Íslands.Facebook Heiðar lýsti því hvernig hann hefði tekið sér hlé frá laganámi og sinnti dansinum. Hann reiknaði þó með að dansáhuginn færi af honum. „Mér fannst þetta bráðsnjöll hugmynd, en svo reyndist dansinn hafa á mér svo sterk tök að ég gat ekki hætt,“ sagði Heiðar sem kenndi tugþúsundum Íslendinga dans við kennslu í fimm áratugi. Samúðarkveðjum rignir yfir son Heiðars á samfélagsmiðlum auk þess sem fleiri minnast góðs vinar og goðsagnar sem fæddist einmitt 4. október árið 1936, fyrir 84 árum sléttum.
Dans Andlát Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Sjá meira