Áhorfendur leyfðir á landsleikjunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2020 16:51 Íslensku strákarnir fá stuðning úr stúkunni í landsleikjunum þremur síðar í þessum mánuði. vísir/daníel Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að takmarkaður fjöldi áhorfenda megi vera á landsleikjum í þessum mánuði. Hámarksfjöldi áhorfenda á hverjum leik miðast við 30 prósent af heildarsætafjölda hvers leikvangs. Það verður þó gert með hliðsjón af hámarksfjölda samkvæmt lögum og reglum í hverju landi, auk þess sem þessi heimild gerir ráð fyrir umfangsmiklum sóttvörnum á hverjum leikvangi samkvæmt nýútgefnum reglum UEFA. Ekki verður því leikið fyrir luktum dyrum þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu 8. október í umspili um sæti á EM og á móti Danmörku og Belgíu 11. og 14. október í Þjóðadeildinni. Í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands kemur fram að KSÍ vinni að undirbúningi leikjanna og útfærslu sóttvarnarhólfa í samræmi við fjöldatakmarkanir. Frekari upplýsinga um miðasölu, aðgengismál, sóttvarnir og fleira er að vænta. Ekki er gert ráð fyrir stuðningsmönnum gestaliða á landsleikjum samkvæmt tilmælum UEFA. Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti og því gætu tæplega 3000 íslenskir áhorfendur mætt á leikina síðar í þessum mánuði. Ljóst er að hólfa þarf völlinn niður en núverandi samkomutakmarkanir á Íslandi miðast við 200 manns. Íslenska kvennalandsliðið mætir því sænska 27. október. Leikurinn fer fram á Gamla Ullevi í Gautaborg. Hann tekur 15 þúsund manns í sæti og því gætu 5.000 manns mætt á leikinn sem er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti á EM 2022. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira
Knattspyrnusamband Evrópu hefur tilkynnt að takmarkaður fjöldi áhorfenda megi vera á landsleikjum í þessum mánuði. Hámarksfjöldi áhorfenda á hverjum leik miðast við 30 prósent af heildarsætafjölda hvers leikvangs. Það verður þó gert með hliðsjón af hámarksfjölda samkvæmt lögum og reglum í hverju landi, auk þess sem þessi heimild gerir ráð fyrir umfangsmiklum sóttvörnum á hverjum leikvangi samkvæmt nýútgefnum reglum UEFA. Ekki verður því leikið fyrir luktum dyrum þegar Ísland tekur á móti Rúmeníu 8. október í umspili um sæti á EM og á móti Danmörku og Belgíu 11. og 14. október í Þjóðadeildinni. Í frétt á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands kemur fram að KSÍ vinni að undirbúningi leikjanna og útfærslu sóttvarnarhólfa í samræmi við fjöldatakmarkanir. Frekari upplýsinga um miðasölu, aðgengismál, sóttvarnir og fleira er að vænta. Ekki er gert ráð fyrir stuðningsmönnum gestaliða á landsleikjum samkvæmt tilmælum UEFA. Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti og því gætu tæplega 3000 íslenskir áhorfendur mætt á leikina síðar í þessum mánuði. Ljóst er að hólfa þarf völlinn niður en núverandi samkomutakmarkanir á Íslandi miðast við 200 manns. Íslenska kvennalandsliðið mætir því sænska 27. október. Leikurinn fer fram á Gamla Ullevi í Gautaborg. Hann tekur 15 þúsund manns í sæti og því gætu 5.000 manns mætt á leikinn sem er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um sæti á EM 2022.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Sjá meira