Viðskipti innlent

Ráðinn að­stoðar­hönnunar­stjóri hjá Branden­burg

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Halldórsson.
Arnar Halldórsson. Aðsend

Arnar Halldórsson hefur verið ráðinn til starfa sem aðstoðarhönnunarstjóri hjá auglýsingastofunni á Brandenburg.

Í tilkynningu segir að Arnar sé nýfluttur til Íslands og að hann hafi um árabil búið og starfað í Skandinavíu.

„Arnar hefur starfað sem yfirhönnunar- og teymisstjóri (Chief Creatiivity Officer) á nokkrum af virtustu auglýsingastofum Skandinavíu á borð við NORD DDB, The Oslo Company og SMFB. Arnar hefur unnið verkefni fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og má þar nefna McDonald’s, SEAT, Circle K, Diesel, Diadora, Mondelez, IKEA og Geox. Verkefni sem Arnar hefur leitt hafa unnið til ýmissa alþjóðlegra verðlauna, s.s. Cannes Lions, Cresta, Eurobest, The One Show, The New York Festivals, Clio og Epica.

Arnar útskrifaðist úr myndlist frá Listaháskóla Íslands og lauk M.Sc. prófi í sjónlist (Visual Arts Electronic Imaging) frá Duncan of Jordanstone College of Art and Design í Skotlandi,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×