Dæmi um að eldri borgarar hafi lokað sig inni í lengri tíma vegna Covid Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2020 22:00 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty. Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira
Landssamband eldri borgara hefur farið í átak til þess að hvetja fólk til heilsueflingar. Dæmi eru um að fólk einangri sig í lengri tíma af ótta við kórónuveirusmit. Dæmi eru um að eldri borgarar hafi lokað sig inni vikum og jafnvel mánuðum saman af ótta við kórónuveirufaraldurinn. Formaður Landssambands eldri borgara lýsir yfir áhyggjum af stöðunni og hefur hrundið af stað átaki til að hvetja fólk til hreyfingar og samskipta. „Við höfum þá tilfinningu að það séu einstaklingar sem hafa forðast samneyti við annað mjög lengi vegna þess að það er í fréttum daglega. Það er enginn dagur án þess að það sé rætt um Covid og áhrif þess um allan heim,” segir Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. „Fólk bara dregur sig í skel, það fer ekki út,” bætir hún við. Aðspurð segir hún óttann við kórónuveirusmit lýsa sér með kvíða og þunglyndi. Landssamband eldri borgara hefur þess vegna hrundið af stað átaki sem miðar að heilsueflingu eldri borgara. Þrjú stærstu íþróttafélögin í Kópavogi taka þátt í átakinu en þar verður margvísleg hreyfing í boði, auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar ferðir í íþróttahúsin, fólki að kostnaðarlausu. Þá verður aukið við stuðning við eldri borgara víðar á höfuðborgarsvæðinu. „Við erum að vona að fólk bara drífi sig. Þetta er lífsbjörg að komast út og hreyfa sig og fá ráðgjöf. Vegna þess að þeir sem ég finn að eru einmana og líður ekki vel, við verðum að gera eitthvað í málinu.” Hreyfing og hollt mataræði skipti höfuðmáli. „Hreyfingin þegar við eldumst er eiginlega bara gullið í lífinu vegna þess að þeir sjúkdómar sem blossa upp, blóðþrýstingur og fleira, eru ekki góðir og svefnleysi er fylgikvilli. Samskipti er það sem fólkið saknaði í vor, alveg tilfinnanlega.” Það sé ekki síður mikilvægt fyrir fjölskyldur og aðra aðstandendur að huga að sínu fólki. „Ég er verulega áhyggjufull og ég vil bara að við sem þjóð stöndum vörð um að passa upp á þennan hóp, en við megum alls ekki gera hann óttasleginn.” Hér má sjá frekari upplýsingar um átakið í Kópavogi, sem hefst á morgun.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Sjá meira