Leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin á Eir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. september 2020 15:17 Starfsfólk Eirar ætlar að fara af stað með heimsóknarverkefni til að rjúfa einangrun þeirra fjögurra íbúa sem hafa smitast af kórónuveirunni. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Stjórnendur hjúkrunarheimilisins Eirar hafa ákveðið að leyfa einum aðstandanda á dag að hitta Covid-sýktan ástvin sem dvelur á Covid-deild hjúkrunarheimilisins. Fyllstu varúðar verður gætt og verða aðstandendur í hlífðarfatnaði frá toppi til táar. Fréttastofa greindi frá því í dag að fjórði íbúinn hafi greinst með kórónuveiruna í gær. Tveir starfsmenn hafa einnig smitast af veirunni. Fimm starfsmenn eru í sóttkví vegna tveggja fyrstu tilfellanna á Eir en þrír aðrir íbúar eru einnig í sóttkví. Þórdís Hulda Tómasdóttir, verkefnastjóri hjúkrunar- og gæðamála segir að sem betur fer séu þeir íbúar sem hafi greinst með veiruna annað hvort einkennalitlir eða einkennalausir. „En auðvitað er ákveðin hræðsla, ótti og einmanaleiki. Þetta er rosalega erfitt fyrir þau en þau standa sig öll ótrúlega vel. Þau eru dugleg og það er barátta í þeim.“ Þórdís Hulda segir veikindin einnig fá mikið á aðstandendur íbúanna. Í viðleitni til að rjúfa einangrun þeirra íbúa sem eru veikir ætlar starfsfólkið að fara af stað með heimsóknarverkefni sem hefst strax í dag. „Við erum svo heppin að á þessari Covid-deild er innangengt á tveimur stöðum í húsinu og við ætlum að bjóða einum aðstandanda hinna Covid sýktu upp á heimsókn. Við aðstoðum þau við að fara í fullan hlífðarbúnað svo þau geti hitt ástvin sinn. Heimsóknin verður til hliðar við deildina, þannig að gesturinn kemur hvorki inn á það sem við köllum sýkt svæði né ósýkt svæði heldur inn á hlutlaust heimsóknarsvæði. Þetta skiptir bara svo miklu máli upp á að viðhalda baráttuviljanum og að þau upplifi ekki enn meiri einangrun en þörf er á. Við ætlum allavega að sjá hvernig þetta gengur. Þetta höfum við rætt við yfirlækni smitsjúkdómadeildar og fengum grænt ljós á að þetta sé eitthvað sem við gætum alveg prófað að gera.“ Þórdís segir að afar brýnt sé að fleygja smitskömm. Hér eigi hún ekkert erindi. Starfsfólkið hafi sýnt af sér ósérhlífni, verið með eindæmum sveigjanlegt og duglegt við afar krefjandi aðstæður. „Þessi veira er svo lævís og nú er hún komin í alla kima samfélagsins; skólana, spítalana og vinnustaði. Ef fólk er einkennalítið eða laust þá er svo erfitt að eiga við þetta. Þrátt fyrir að við höfum verið með miklar takmarkanir á heimsóknum og fólkið okkar staðið sig ótrúlega vel og verið í sjálfskipaðri sóttkví utan vinnu er staðreynd málsins engu að síður sú að við þurfum öll að lifa með þessari veiru. Og þar af leiðandi gerir maður bara sitt besta og meira getur maður ekki gert.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Eldri borgarar Tengdar fréttir Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53 Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir í biðlaun „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Sjá meira
Sýkingin virðist byrjuð að berast í viðkvæmari hópa en áður Sóttvarnalæknir segir það áhyggjuefni hversu margir liggja nú inni á Landspítala vegna Covid-19. 30. september 2020 13:53
Fjórir íbúar og tveir starfsmenn smitaðir á Eir Þegar hafði verið tilkynnt að þrír íbúar væru smitaðir en sá fjórði greindist með veiruna í gær. 30. september 2020 10:03