Unga fólkið og stjórnmálin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. september 2020 19:16 Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er mér í fersku minni sem unglingur, við eldhúsborið heima að rædd voru samfélagsmálin og framtíðin fyrir ungt fólk. Lagt var að manni að gera sér grein fyrir því að það væri undir mér sjálfum komið að hafa áform og áætlanir inn í framtíðina. Eitt sem stendur upp úr í mínum huga það var, að gera gagn fyrir land og þjóð. Þessi einfaldi leiðarvísir hafði jákvæð áhrif á unglinginn. Að gera gagn. Það skal þó viðurkennast að stundum hefur þoku og súld lagt yfir þessa sýn, en alltaf rofað til á milli. Þó margt hafi breyst frá því að ég var unglingur, þá er það mest á yfirborðinu. Hlutverk okkar foreldrana er alltaf það sama. Að láta sig málin varða er nauðsynlegt, vera þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hvað get ég gert fyrir samfélagið, ekki hvað getur samfélagið gert fyrir mig, er setning sem oft er höfð uppi. En kannski er það ekki nógu skýrt fyrir manneskju á mótunaraldri. Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta. Sjálfstraust ungs fólks er almennt mun betra í dag en það var og er það vel. Það að stofna heimili og koma sér upp húsnæði er áskorun fyrir hvern og einn. Fjármálalæsi, ábyrgð og réttindi hafa ekki verið ofarlega á námskrám skóla, en eitt það besta sem gæti komið fyrir íslenskt hagkerfi er ef skólarnir gætu tekið virkan þátt í að undirbúa fólk fyrir þann harða og oft óskiljanlega veruleika sem peningar á fullorðinsárum eru. Margir þurfa að læra þær lexíur á eigin skinni, með tilheyrandi innlitum á vanskilaskrár, gjaldþrotum og fjárhagsáhyggjum. Væri það ekki hagur allra að bjóða unglingum á efri stigum grunnskóla kennslu í fjármálalæsi, sköttum og bókhaldi? Þetta unga fólk er einmitt á þessum árum að fá sín fyrstu laun, umslagapeninga á fermingardaginn og oftar en ekki fara þessir seðlar í misgáfulega hluti. Sjálfur missti ég mína fermingarpeninga þegar ég var að telja fenginn inn á baðherbergi ofan í klósettskálina og þurfti að veiða þá þaðan upp. Skondið en kannski táknrænt. Í dag finnum við fyrir vanmætti um allan heim vegna veirunnar skæðu, um leið finnum við fyrir samtakamætti okkar í því að snúa bökum saman við að kveða drauginn niður. Samtakamátturinn er eitt af okkar allra öflugustu verkfærum og takist okkur að róa öll í eina átt að því að gera þjóðfélagið að spennandi og öruggum stað fyrir unga fólkið mun það finna sína fjöl. Verði það að veruleika græða allir. Höfundur er alþingismaður fyrir Miðflokkinn í Norðvesturkjördæmi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun