Guðbjörg stefndi á Svíaleikinn áður en börnin reyndust tvö Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 08:31 Guðbjörg Gunnarsdóttir varði mark Íslands á EM 2017. Liðið stefnir á að komast á EM í Englandi sem fram fer 2022. vísir/getty Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“ Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Það styttist í að Guðbjörg Gunnarsdóttir landsliðsmarkvörður í fótbolta snúi aftur á völlinn með liði sínu Djurgården eftir að hafa eignast tvíbura fyrir átta mánuðum. Guðbjörg er reyndar þegar búin að spila tvo leiki með U19-liði Djurgården og segir það hafa gengið vel. „Ég er kannski komin í 75-80% af mínu hæsta getustigi,“ segir Guðbjörg við Fotbollskanalen. „Þetta hefur gengið nokkuð vel. Betur en búist var við. Ég byrjaði á að taka markmannsæfingar og fyrir fjórum vikum fór ég að taka fullan þátt í æfingum með A-liðinu. Maður verður jú að byrja einhvers staðar. Kannski var þetta svolítið snemmt en ég er núna búin að spila tvo leiki með stelpunum í U19 og það hefur gengið vel. Betur en ég bjóst við,“ segir Guðbjörg. View this post on Instagram First win with these two in the stands #comeback A post shared by Guðbjo rg Gunnarsdo ttir (@guggag) on Sep 6, 2020 at 8:50am PDT Guðbjörg segir óljóst hvenær hún byrji aftur að spila í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hafi rætt við þjálfarann Pierre Fondin fyrir fjórum vikum og sagst þurfa sex vikur áður en að það kæmi til greina. Æfingarnar og U19-leikirnir hafi hins vegar gengið vel og hún sé sífellt að verða betri. Ómögulegt að keppa við fólk sem fær að sofa Ísland gerði 1-1 jafntefli við Svíþjóð á Laugardalsvelli fyrir viku, í undankeppni EM. Liðin mætast að nýju í Gautaborg eftir mánuð og ekki er útilokað að þá verði Guðbjörg farin að spila fyrir aðallið Djurgården. Liðið leikur fjóra leiki fram að landsleiknum. Guðbjörg segir þó að kannski sé raunhæfara að stefna bara á næsta tímabil. „Ég hef ekki sett mér neitt markmið núna um það hvenær ég sný tilbaka. Þegar ég hélt að við værum að fara að eignast eitt barn þá stefndi ég að því að vera tilbúin fyrir Ísland-Svíþjóð, en það breyttist jú aðeins,“ segir Guðbjörg sem fæddi ekki bara eitt heldur tvö börn, með tilheyrandi aukaálagi utan vallar síðustu mánuði. „Stærsta vandamálið mitt er svefnleysið. Ég hef sagt við aðra að það sé nánast ómögulegt að vera að keppa við fólk sem fær að sofa,“ segir Guðbjörg og hlær. Hún bætir við: „Ef ég hefði eignast eitt barn sem hefði sofið vel þá tel ég að ég væri þegar byrjuð að spila aftur núna. En annar tvíburanna vaknar á hverri nóttu, á hverri klukkustundu. Þetta er því erfitt. Stundum er ég dauðþreytt þegar ég mæti á æfingu og þá spyr maður sig; „Til hvers er ég að þessu?“ Ég hef því ekki fundið rétta jafnvægið til að spila á hæsta stigi ennþá.“
Sænski boltinn EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30 Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04 Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Guðbjörg mætt í markið sjö mánuðum eftir fæðingu tvíburanna Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, sneri aftur út á fótboltavöllinn í gær, sjö mánuðum eftir að hafa fætt tvíbura. 2. september 2020 15:30
Segir útileikina sérstaklega erfiða fyrir nýbakaða tveggja barna móður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir ræddi framtíð sína hjá Djurgården en hún eignaðist tvíbura fyrir fimm mánuðum síðan. 25. júlí 2020 09:04
Guðbjörg komst að því í landsliðsferð að meðferðin hafði klikkað og brotnaði niður Landsliðsmarkvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir reyndi í þrjú ár að verða ófrísk en enginn í liðum hennar, Djurgården og íslenska landsliðinu, mátti vita af því að hún væri að reyna. 15. júlí 2020 09:30