Erlent

Grunar að sýr­lenskir her­menn hafi verið í hópi her­sveita Aserbaídsjan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Aserar og Armenar takast á um héraðið Nagorno-Karabakh.
Aserar og Armenar takast á um héraðið Nagorno-Karabakh. EPA-EFE/ARMENIA DEFENCE MINISTRY

Armenska varnarmálaráðuneytið segist nú rannsaka hvort fréttir um að sýrlenskir hermenn hafi verið í liði hersveita Aserbaídsjan séu sannar. Töluvert mannfall varð hjá bæði Armenum og Aserum í átkökum ríkjanna um Nogorno-Karabakh, umdeilt og landlukt svæði innan Aserbaídsjan, í morgun.

Hikmet Hajiyev, aðstoðarmaður forseta Aserbaídsjan sem sér um utanríkismál, segir fréttirnar fásinnu.

Minnst sextán hermenn létu lífið í átökunum í morgun og nokkrir almennir borgarar. Átökin eru sögð þau hörðustu frá því að sextán manns féllu í átökum ríkjanna í júlí.

Bæði ríki gera tilkall til héraðsins í sunnanverðum Kákasusfjöllum. Uppreisnarmenn af armenskum ættum hafa ráðið þar ríkjum frá því að borgarastríði lauk þar árið 1994 e alþjóðasamfélagið viðurkennir yfirráð Asera yfir því.

Ekki er ljóst hver tilefni átakka í morgun var. Hersveitir ríkjanna beittu bæði loft- og stórskotaliðsárásum en Aserar kenna Armenum um að hafa hafið átökin og segjast hafa brugðist við sprengikúlum sem skotið var frá Armeníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×