Valdi frekar að verða liðsfélagi Andra Fannars en að fara til Evrópumeistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2020 14:00 Aaron Hickey fagnaði samningi sínum við Bologna með ítalska fánanum. Getty/Mark Scates Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020 Ítalski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Evrópumeistarar Bayern München vildu fá hann en Aaron Hickey sagði nei takk. Jafnaldrarnir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson eru í staðinn orðnir liðsfélagar í ítalska fótboltanum. Hinn átján ára gamli Aaron Hickey hefur ákveðið að fara til ítalska félagsins Bologna en mörg félög voru á eftir honum þar á meðal Bayern München, Aston Villa og Celtic. Breska ríkisútvarðið fjallaði um Aaron Hickey og þessa ákvörðun hans enda eru ekki margir skoskir knattspyrnumenn sem hafna stórliði eins og Bayern München. BBC segir að ein af stóru ástæðunum fyrir vali Aaron Hickey er að hjá Bologna fær hann að spila með aðalliðinu. Aaron Hickey: The Scottish teenager who turned down Bayern Munich https://t.co/nGqJSYSzxy pic.twitter.com/GjlbbepskO— BBC Sport (@BBCSport) September 25, 2020 Annar átján ára strákur hefur fengið tækifæri hjá Bologna upp á síðkastið og það er íslenski landsliðsmaðurinn Andri Fannar Baldursson. Andri Fannar var í byrjunarliðinu í sínum fyrsta landsleik þegar Ísland mætti einu allra besta landsliði heims í Belgíu í Þjóðadeildinni. Andri Fannar Baldursson er fæddur í janúar 2002 en Aaron Hickey er fæddur í júní sama ár. Bologna keypti Andra Fannar frá Breiðabliki í ágúst 2019 og hann spilaði sína fyrstu leiki í ítölsku A-deildinni í febrúar á þessu ári. Aaron Hickey kom inn í lið Hearts tímabilið 2018-19 þegar hann var aðeins sextán ára gamall. Hickey varð meðal annars yngsti leikmaðurinn til að byrja bikaúrslitaleik í Skotlandi. Aaron Hickey hefur verið að spila sem vinstri bakvörður hjá Hearts undanfarin tvö tímabil en hann hefur einnig spilað sem afturliggjandi miðjumaður og er því fjölhæfur knattspyrnumaður. „Hann er eins og 24 eða 25 ára maður í líkama átján ára stráks,“ sagði Robbie Neilson, þjálfari hans hjá Hearts. Aaron Hickey er sagður þroskaður strákur sem lætur ekki mikið fyrir sér fara og segir ekki mikið. Hann hefur hins vegar mikinn metnað sem fótboltamaður og hann vill spila alvöru fótbolta. Það er einkum þess vegna að hann valdi það að spila með aðalliði Bologna í stað þess að dúsa á bekknum hjá Bayern. Hver veit nema að þeir Aaron Hickey og Andri Fannar Baldursson myndi framtíðarpar á miðju Bologna í næstu framtíð. Bologna's announcement for Aaron Hickey is certainly special pic.twitter.com/McO9CbOI7W— Goal (@goal) September 24, 2020
Ítalski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira