Líðan starfsfólks snýst ekki um það sem er í tísku hverju sinni Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. september 2020 15:31 Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og eigandi Auðnast. Vísir/Vilhelm „Heilsu er auðvitað hægt að skipta upp í ótal flokka, en til þess að einfalda málin að þá skiptum við henni í líkamlega heilsu, andlega heilsu og félagslega heilsu. Undir þessum þremur flokkum eru svo nánari flokkanir eins og fagleg heilsa, geðheilsa og persónuleg heilsa til þess að taka dæmi“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og eigandi Auðnast. Hún segir of algengt að stjórnendur vilji gera hlutina hratt, klára að tikka í öll boxin og fylgi jafnvel eftir tískustraumum. „Þegar verið er að vinna með vellíðan fólks þarf að gefa sér tíma til þess að kortleggja hvað vinnustaðurinn þarf í raun og veru, til dæmis með áhættumati eða ítarlegum heilsufarsviðtölum við starfsfólk“ segir Ragnhildur. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um velferðarþjónustu fyrir starfsfólk vinnustaða. Í þessari annarri grein af tveimur er rætt við Ragn hildi Bjarkadóttur sálfræðing og eiganda Auðnast, en Auðnast er eitt þeirra fyrirtækja sem býður vinnustöðum upp á heildræna heilsustefnu fyrir starfsfólk. Jafnvægið skiptir mestu máli Að sögn Ragnhildar er ekki hægt að segja að einhver einn flokkur skipti meira máli en annar. Gullni meðalvegurinn finnist í jafnvæginu þarna á milli. „Við erum alltaf að sjá það betur og betur að það er jafnvægið sem skiptir mestu máli, það er allir flokkarnir skipta jafn miklu máli“ segir Ragnhildur og bætir við „Þetta helst allt í hendur og flokkarnir hafa áhrif á hvorn annan.“ Að sögn Ragnhildar er þeirra reynsla sú að oftast sé best að byrja á andlegu heilsunni, til dæmis geðheilsu eða persónulegri heilsu. „Þar erum við að tala um sjálfsmynd, hugsun, tilfinningar og fleira í þeim dúr. Stundum er það samt þannig að líkamleg einkenni sjúkdóma eða streitu eru það mikil að fyrst þarf að vinna á þeim svo hægt sé að byrja að vinna með rót vandans“ segir Ragnhildur. Þá segir hún alla þá flokka sem hér hafa verið tilgreindir vera atriði sem hafa áhrif á það hvernig fólki gengur almennt í starfi eða frammistaða þeirra mælist. Dæmi um flokkun á heilsu er heilsuflokkun Auðnast. Geta vinnustaðir sett sér markmið um velferð og heilsu teyma eða eru þetta alltaf einstaklingsmiðuð verkefni? „Það er sannarlega hægt að vinna með teymi og auka heildaránægju teymisins. Í þeirri vinnu er hins vegar alltaf einstaklingsmiðuð vinna líka og það gefur auga leið að ef einstaklingarnir innan hópsins eru ekki tilbúnir til að gera breytingar eða vinna að sameiginlegu markmiði að þá mun teymisvinnan ekki ganga vel“ segir Ragnhildur og bætir við ,,Þar af leiðandi er mikilvægt að teymisvinna sé hugsuð út frá einstaklingunum í teyminu og að unnið sé með hvern og einn einstakling en á sama tíma að sú vinna sé í takti við skilgreind markmið teymisvinnunnar.“ En hver eru algeng mistök hjá stjórnendum sem vilja standa vel að þessum málum? „Allt of oft er verið að einblína á það að tikka í box og gera hlutina hratt. Þegar verið er að vinna með vellíðan fólks að þá þarf að gefa sér tíma til þess að kortleggja hvað vinnustaðurinn og starfsfólkið þarf í raun og veru, til dæmis með áhættumati eða ítarlegum heilsufarsviðtölum við starfsfólk. Ekki hvað er í tísku þessa stundina eða hvað allir aðrir eru að gera, af því kannski á það ekkert við teymið þitt eða vinnustaðinn þinn. Þegar að þessari þarfagreiningu er lokið er það í flestum tilvikum nokkuð skýrt hvar þarf að gera breytingar og þá er hægt að teikna upp skýra aðgerðaáætlun sem síðan er kynnt starfsfólkinu“ segir Ragnhildur. Heilsa Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Hvíld frá vinnu er allra hagur en eins sýna rannsóknir að það getur haft áhrif á viðhorf okkar til vinnunnar og vinnustaðarins ef við vinnum mikið þegar við eigum að vera í fríi. 7. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Heilsu er auðvitað hægt að skipta upp í ótal flokka, en til þess að einfalda málin að þá skiptum við henni í líkamlega heilsu, andlega heilsu og félagslega heilsu. Undir þessum þremur flokkum eru svo nánari flokkanir eins og fagleg heilsa, geðheilsa og persónuleg heilsa til þess að taka dæmi“ segir Ragnhildur Bjarkadóttir sálfræðingur og eigandi Auðnast. Hún segir of algengt að stjórnendur vilji gera hlutina hratt, klára að tikka í öll boxin og fylgi jafnvel eftir tískustraumum. „Þegar verið er að vinna með vellíðan fólks þarf að gefa sér tíma til þess að kortleggja hvað vinnustaðurinn þarf í raun og veru, til dæmis með áhættumati eða ítarlegum heilsufarsviðtölum við starfsfólk“ segir Ragnhildur. Í dag fjallar Atvinnulífið á Vísi um velferðarþjónustu fyrir starfsfólk vinnustaða. Í þessari annarri grein af tveimur er rætt við Ragn hildi Bjarkadóttur sálfræðing og eiganda Auðnast, en Auðnast er eitt þeirra fyrirtækja sem býður vinnustöðum upp á heildræna heilsustefnu fyrir starfsfólk. Jafnvægið skiptir mestu máli Að sögn Ragnhildar er ekki hægt að segja að einhver einn flokkur skipti meira máli en annar. Gullni meðalvegurinn finnist í jafnvæginu þarna á milli. „Við erum alltaf að sjá það betur og betur að það er jafnvægið sem skiptir mestu máli, það er allir flokkarnir skipta jafn miklu máli“ segir Ragnhildur og bætir við „Þetta helst allt í hendur og flokkarnir hafa áhrif á hvorn annan.“ Að sögn Ragnhildar er þeirra reynsla sú að oftast sé best að byrja á andlegu heilsunni, til dæmis geðheilsu eða persónulegri heilsu. „Þar erum við að tala um sjálfsmynd, hugsun, tilfinningar og fleira í þeim dúr. Stundum er það samt þannig að líkamleg einkenni sjúkdóma eða streitu eru það mikil að fyrst þarf að vinna á þeim svo hægt sé að byrja að vinna með rót vandans“ segir Ragnhildur. Þá segir hún alla þá flokka sem hér hafa verið tilgreindir vera atriði sem hafa áhrif á það hvernig fólki gengur almennt í starfi eða frammistaða þeirra mælist. Dæmi um flokkun á heilsu er heilsuflokkun Auðnast. Geta vinnustaðir sett sér markmið um velferð og heilsu teyma eða eru þetta alltaf einstaklingsmiðuð verkefni? „Það er sannarlega hægt að vinna með teymi og auka heildaránægju teymisins. Í þeirri vinnu er hins vegar alltaf einstaklingsmiðuð vinna líka og það gefur auga leið að ef einstaklingarnir innan hópsins eru ekki tilbúnir til að gera breytingar eða vinna að sameiginlegu markmiði að þá mun teymisvinnan ekki ganga vel“ segir Ragnhildur og bætir við ,,Þar af leiðandi er mikilvægt að teymisvinna sé hugsuð út frá einstaklingunum í teyminu og að unnið sé með hvern og einn einstakling en á sama tíma að sú vinna sé í takti við skilgreind markmið teymisvinnunnar.“ En hver eru algeng mistök hjá stjórnendum sem vilja standa vel að þessum málum? „Allt of oft er verið að einblína á það að tikka í box og gera hlutina hratt. Þegar verið er að vinna með vellíðan fólks að þá þarf að gefa sér tíma til þess að kortleggja hvað vinnustaðurinn og starfsfólkið þarf í raun og veru, til dæmis með áhættumati eða ítarlegum heilsufarsviðtölum við starfsfólk. Ekki hvað er í tísku þessa stundina eða hvað allir aðrir eru að gera, af því kannski á það ekkert við teymið þitt eða vinnustaðinn þinn. Þegar að þessari þarfagreiningu er lokið er það í flestum tilvikum nokkuð skýrt hvar þarf að gera breytingar og þá er hægt að teikna upp skýra aðgerðaáætlun sem síðan er kynnt starfsfólkinu“ segir Ragnhildur.
Heilsa Stjórnun Vinnustaðurinn Góðu ráðin Tengdar fréttir Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Hvíld frá vinnu er allra hagur en eins sýna rannsóknir að það getur haft áhrif á viðhorf okkar til vinnunnar og vinnustaðarins ef við vinnum mikið þegar við eigum að vera í fríi. 7. ágúst 2020 09:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði Stjórnendur vilja innleiða svefnstjórnun á vinnustaði með sambærilegum hætti og tímastjórnun og fleira. Vísindamenn taka undir þetta. 8. apríl 2020 09:00
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01
Betra að vinna ekki þegar að við eigum að vera í fríi Hvíld frá vinnu er allra hagur en eins sýna rannsóknir að það getur haft áhrif á viðhorf okkar til vinnunnar og vinnustaðarins ef við vinnum mikið þegar við eigum að vera í fríi. 7. ágúst 2020 09:00