Líst illa á veðrið en er bjartsýn á að Glódís spili fyrir eitt besta lið heims Sindri Sverrisson skrifar 21. september 2020 15:22 Caroline Seger var tolleruð eftir að Svíþjóð vann England í leiknum um bronsverðlaunin á HM í fyrra. vísir/getty Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland EM 2021 í Englandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira
Caroline Seger, hinn þrautreyndi fyrirliði Svía, telur að Glódís Perla Viggósdóttir eigi eftir að spila fyrir eitt af bestu félagsliðum heims. Hún er vör um sig fyrir stórleikinn við Ísland annað kvöld. Ísland og Svíþjóð mætast í toppslag F-riðils undankeppni EM í fótbolta á Laugardalsvelli á morgun kl. 18, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seger viðurkennir að hún sé ekkert yfir sig hrifin af veðrinu á Íslandi, og hefur Glódís sem er liðsfélagi hennar hjá Rosengård í Svíþjóð strítt henni síðustu daga með upplýsingum um rok og rigningu. Spáin fyrir morgundaginn er þó reyndar góð. Veit hvað þær íslensku eru harðar af sér „Hún [Glódís] þekkir mig vel og veit að ég er ekki hrifin af svona veðri. En þetta er eins fyrir alla og við verðum bara að takast á við það. Það verður ekki sól og 40 gráður, svo ég er tilbúin,“ sagði Seger eftir æfingu sænska landsliðsins á Laugardalsvelli í dag. Hún er búin undir mikinn slag á morgun: „Það er langt síðan að ég hef mætt Íslandi en ég þekki nokkra leikmenn úr liðinu. Ég veit af fenginni reynslu að þær eru mjög harðar af sér, það eru sterkir karakterar í liðinu og þær eru dugnaðarforkar. Þær skora líka mikið af mörkum, úr föstum leikatriðum, og skyndisóknirnar eru mjög góðar hjá Íslendingunum. Við þurfum að vera mjög vel á varðbergi, enda hjálpar það þeim líka að spila á heimavelli.“ Seger hefur á sínum langa og farsæla ferli meðal annars spilað með Söru Björk Gunnarsdóttur í Malmö um skamman tíma 2011, en frá árinu 2017 hefur hún verið liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur í sama félagi sem nú nefnist reyndar Rosengård. Glódís enn ung en gömul í anda „Sara hefur átt stórkostlegan feril hingað til. Hún hefur spilað með bestu liðunum, Wolfsburg og Lyon, og heldur áfram að þróast sem leikmaður sem spilar teiganna á milli. Glódísi þekki ég mjög vel eftir að hafa spilað með henni í Svíþjóð. Hún er enn ung en samt mjög góð, og gömul í anda. Hún er með mjög góðar, langar sendingar, sterkur varnarmaður sem leggur hart að sér og er mikill liðsmaður. Vonandi stendur hún sig samt ekki vel á morgun,“ sagði Seger hlæjandi. Og hún er viss um að Glódís geti komist að í betri deild en þeirri sænsku, sem þó er nokkuð sterk: „Já, að sjálfsögðu. Ég er viss um að hún á stórkostlega framtíð fyrir sér. Það er mjög gott skref fyrir hana að spila fyrir Rosengård en ég held að við munum sjá Glódísi í betra liði, einu af þeim stærstu í Evrópu, og það verður gaman að fylgjast með ferðalagi hennar,“ sagði Seger. Allir leikmenn sænska hópsins æfðu í dag sem þýðir að framherjinn Stina Blackstenius gæti komið inn í liðið eftir að hafa misst af 8-0 sigrinum gegn Ungverjalandi á fimmtudag vegna meiðsla. „Við áttum mjög góðan leik gegn Ungverjum en ég veit að leikurinn við Ísland verður allt öðruvísi. Þetta verður mikið erfiðari leikur og hann mun reyna mun meira á okkur líkamlega. Við erum tilbúnar og vonandi getum við náð góðum úrslitum.“ Klippa: Caroline Seger fyrir leikinn við Ísland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport Fleiri fréttir Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Sjá meira