Grímuskyldu komið á í Háskólanum í Reykjavík Sylvía Hall skrifar 20. september 2020 18:41 Starfsmenn bóksölu stúdenta á Háskólatorgi með grímur við störf. Háskóli Íslands hefur sent orðsendingu þar sem nemendur og starfsfólk er hvatt til þess að nota grímur. Vísir/Vilhelm Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Nemendur og starfsfólk þurfa því að bera grímur í skólastofum, les- og vinnurýmum og öðrum sameiginlegum rýmum. Þetta kemur fram í tölvupósti til nemenda sem sendur var út í dag. Þar kemur fram að skólinn hafi ákveðið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu undanfarna daga. Greint var frá því í síðustu viku að í það minnsta sex nemendur skólans hefðu smitast af veirunni. Umfangsmikil skimun hefur farið fram undanfarna daga og hefur háskólanemum á höfuðborgarsvæðinu verið boðið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í Háskóla Íslands greindust einnig smit á meðal starfsfólks og nemenda í síðustu viku. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi orðsendingu til nemenda og starfsfólks í dag þar sem núgildandi sóttvarnaráðstafanir eru ítrekaðar. Þá hvetur hann nemendur og starfsfólk til þess að nota hlífðargrímur í byggingum skólans. „Ég vil hvetja alla, nemendur, kennara og annað starfsfólk, til að nota hlífðargrímur í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að koma við 1 metra fjarlægðarmörkum og þegar loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar eða eins fljótt og unnt er,“ skrifar Jón Atli. Þá hvetur hann kennara til þess að auka rafræna kennslu ef mögulegt er. Áhersla verði þó enn lögð á það að nýnemar eigi kost á staðnámi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Grímuskylda verður innan veggja Háskólans í Reykjavík frá og með morgundeginum. Nemendur og starfsfólk þurfa því að bera grímur í skólastofum, les- og vinnurýmum og öðrum sameiginlegum rýmum. Þetta kemur fram í tölvupósti til nemenda sem sendur var út í dag. Þar kemur fram að skólinn hafi ákveðið að grípa til þessara ráðstafana í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu undanfarna daga. Greint var frá því í síðustu viku að í það minnsta sex nemendur skólans hefðu smitast af veirunni. Umfangsmikil skimun hefur farið fram undanfarna daga og hefur háskólanemum á höfuðborgarsvæðinu verið boðið í skimun hjá Íslenskri erfðagreiningu. Í Háskóla Íslands greindust einnig smit á meðal starfsfólks og nemenda í síðustu viku. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, sendi orðsendingu til nemenda og starfsfólks í dag þar sem núgildandi sóttvarnaráðstafanir eru ítrekaðar. Þá hvetur hann nemendur og starfsfólk til þess að nota hlífðargrímur í byggingum skólans. „Ég vil hvetja alla, nemendur, kennara og annað starfsfólk, til að nota hlífðargrímur í byggingum skólans, sérstaklega þegar ekki er hægt að koma við 1 metra fjarlægðarmörkum og þegar loftgæði eru lítil. Grímum verður dreift í byggingum skólans í byrjun vikunnar eða eins fljótt og unnt er,“ skrifar Jón Atli. Þá hvetur hann kennara til þess að auka rafræna kennslu ef mögulegt er. Áhersla verði þó enn lögð á það að nýnemar eigi kost á staðnámi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Tengdar fréttir Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56 Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52 Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Smit greindist í Listaháskólanum Kórónuveirusmit er komið upp í einu sóttvarnahólfa Listaháskóla Íslands, að því er fram kemur í tilkynningu frá Fríðu Björk Ingvarsdóttur rektor. 18. september 2020 17:56
Háskólanemi smitaður á Reykjalundi Enginn hefur áður greinst með virka Covid-sýkingu á Reykjalundi svo vitað sé. 17. september 2020 10:52
Tveir starfsmenn HÍ á meðal nýsmitaðra Annar starfar í Aðalbyggingu en hinn er með skrifstofu í Odda. 16. september 2020 13:24