Íslenski boltinn

Sjáðu bakvarðarmark FH og skrautlegu mörkin á Skaganum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin á móti Víkingum í gær.
Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin á móti Víkingum í gær. Vísir/HAG

Tveir leikir fóru fram í Pepsi Max deild karla í gær þar sem tvö heitustu lið deildarinnar héldu áfram að safna stigum.

Valsmenn eru komnir með átta stiga forskot eftir 4-2 sigur á ÍA upp á Akranesi en á sama tíma unnu FH-ingar bikarmeistara Víkinga 1-0 í Kaplakrikanum. FH-liðið komst upp í annað sætið með þessum sigri.

Valsmenn hafa nú unnið átta deildarleiki í röð en FH-ingar hafa aftur á móti unnið sex af sínum átta deildarleikjum síðan að Logi Ólafsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku við liðinu.

Patrick Pedersen skoraði tvö mörk fyrir Valsmenn og þeir Sigurður Egill Lárusson og Kaj Leo í Bartalsstovu voru með sitthvort markið. Ungu strákarnir Brynjar Snær Pálsson og Gísli Laxdal Unnarsson skoruðu mörk Skagamanna í leiknum.

Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson tryggði FH öll stigin á móti bikarmeisturum Víkinga eftir stoðsendingu frá hinum bakverðinum Herði Inga Gunnarssyni.

Hér fyrir neðan má sjá öll mörkin sjö sem litu dagsins ljós í leikjum gærdagsins í Pepsi Max deild karla.

Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Vals 17. september 2020
Klippa: Markið úr leik FH og Víkings 17. september 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×