Segir að ekki sé horft til heilsu leikmanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. september 2020 07:00 Eric Dier í leiknum gegn Everton um síðustu helgi. Charlotte Wilson/ Getty Images Vegna kórónufaraldursins þá fengu fótboltamenn í stærstu liðum Evrópu nær ekkert sumarfrí. Þá var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hluti af leikmannahóp Englands sem mætti Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Dier hefur nú gagnrýnt það mikla leikjaálag sem sett er á stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar – og þar af leiðandi leikmenn þeirra – í upphafi móts. Hann segir að forráðamenn úrvalsdeildarinnar séu ekki með hagsmuni leikmanna að leiðarljósi. BBC greindi frá. Dier er sem stendur með Tottenham í Búlgaríu þar sem liðið mætir Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar. Liðið gæti spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga næstu þrjár vikurnar fari það svo að það fari áfram í Evrópudeildinni sem og enska deildarbikarnum. „Ef þú horfir á leikjaniðuröðunina þá er ljóst að velferð leikmanna er ekki höfð að leiðarljósi,“ sagði Dier en Tottenham á fjóra leiki á næstu átta dögum. Spurs face the possibility of nine matches in 21 days and Eric Dier says he is concerned about the danger to player welfare. Full story: https://t.co/Xe3P33mr9N pic.twitter.com/3KDlwJSaQn— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Þá hjálpar það ekki að leikmannahópur liðsins er þunnskipaður og José Mourinho – þjálfari liðsins – er ekki mikið fyrir að breyta liði sínu milli leikja. Dier er reyndar ekki á sama máli en hann telur að liðið hafi „frábæra breidd og mikil gæði“ í leikmannahópi sínum. Alls gæti Tottenham spilað níu leiki frá 13. september til 3. október. Það telur Dier fásinnu. „Þetta er almenn skynsemi ef þú hugsar út í það. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmennina,“ segir hann að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira
Vegna kórónufaraldursins þá fengu fótboltamenn í stærstu liðum Evrópu nær ekkert sumarfrí. Þá var Eric Dier, leikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, hluti af leikmannahóp Englands sem mætti Íslandi og Danmörku í Þjóðadeildinni. Dier hefur nú gagnrýnt það mikla leikjaálag sem sett er á stærstu lið ensku úrvalsdeildarinnar – og þar af leiðandi leikmenn þeirra – í upphafi móts. Hann segir að forráðamenn úrvalsdeildarinnar séu ekki með hagsmuni leikmanna að leiðarljósi. BBC greindi frá. Dier er sem stendur með Tottenham í Búlgaríu þar sem liðið mætir Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar. Liðið gæti spilað alla þriðjudaga og fimmtudaga næstu þrjár vikurnar fari það svo að það fari áfram í Evrópudeildinni sem og enska deildarbikarnum. „Ef þú horfir á leikjaniðuröðunina þá er ljóst að velferð leikmanna er ekki höfð að leiðarljósi,“ sagði Dier en Tottenham á fjóra leiki á næstu átta dögum. Spurs face the possibility of nine matches in 21 days and Eric Dier says he is concerned about the danger to player welfare. Full story: https://t.co/Xe3P33mr9N pic.twitter.com/3KDlwJSaQn— BBC Sport (@BBCSport) September 16, 2020 Þá hjálpar það ekki að leikmannahópur liðsins er þunnskipaður og José Mourinho – þjálfari liðsins – er ekki mikið fyrir að breyta liði sínu milli leikja. Dier er reyndar ekki á sama máli en hann telur að liðið hafi „frábæra breidd og mikil gæði“ í leikmannahópi sínum. Alls gæti Tottenham spilað níu leiki frá 13. september til 3. október. Það telur Dier fásinnu. „Þetta er almenn skynsemi ef þú hugsar út í það. Það er eins og þeim sé alveg sama um leikmennina,“ segir hann að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Sjá meira