Fótbolti

Willum Þór í liði um­ferðarinnar | Allt jafnt þegar tvær um­ferðir eru eftir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Willum Þór hefur verið fastamaður í íslenska U21 landsliðinu og á að baki alls 14 leiki með liðinu.
Willum Þór hefur verið fastamaður í íslenska U21 landsliðinu og á að baki alls 14 leiki með liðinu. Vísir/Bára

Willum Þór Willumsson, miðjumaður BATE Borisov og U21 landsliðs Ísland var valinn í lið umferðarinnar eftir frábæra frammistöðu með BATE í 5-2 sigri liðsins á FC Smolevichi.

Willum Þór kom BATE á bragðið í leiknum en þessi öflugi miðjumaður skoraði tvívegis í leiknum. Skoraði hann fyrsta mark leiksins á 39. mínútu og hann kom BATE svo í 3-1 þegar sléttur klukkutími var liðinn. Bæði mörkin komu með skalla eftir hornspyrnur en leiknum lauk eins og áður sagði með 5-2 sigri Willum Þórs og félaga.

Sigurinn þýðir að BATE er jafnt Shakhtyor Soligorsk að stigum á toppi deildarinnar þegar 23 umferðum er lokið í efstu deild Hvíta-Rússlands. Bæði lið eru með 46 stig á meðan Neman Grodno er í 3. sæti með 41 stig. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni og spennan því mikil á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×