15 milljónir í bætur eftir furðulegt slys á tannlæknastofu Sylvía Hall skrifar 16. september 2020 19:27 Atvikið átti sér stað á tannlæknastofu árið 2014. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Vísir/Getty Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna. Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Tryggingafélagið TM mun þurfa að greiða konu 14,8 milljónir í bætur vegna slyss á vinnustað hennar í september árið 2014. Konan, sem er tanntæknir, var við störf á tannlæknastofu þegar skápur féll af veggnum og lenti á höfði hennar og öxlum. Dómur féll í Hæstarétti í júní síðastliðnum. Konan var flutt á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi eftir slysið þar sem hún var með fjögurra sentimetra skurð vinstra megin á höfðinu og fann fyrir eymslum við hrygg og í herðavöðvum vinstra megin. Þá hafði mar sjáanlega myndast á vinstri öxl, hún tognað á hálsi og mögulega fengið heilahristing. Eftir slysið var konan að mestu frá vinnu og hætti á vinnustaðnum fimm mánuðum síðar. Varanleg örorka konunnar var metin 25 prósent og varanlegur miski fimmtán stig. Þrjár einingar sem vógu samtals 79 kíló Skápurinn sem féll á konuna hafði verið settur upp um það bil tveimur árum áður en slysið varð, en um var að ræða IKEA skáp af gerðinni Faktum. Enginn starfsmaður hafði tekið eftir því að hann væri laus, en hann hafði verið hengdur upp af fagmanni. Í skápnum voru geymdar tannréttingatyllur og plastmódel með sýnishornum af spöngum sem vógu um það bil tíu kíló. Þá var um þrjár skápaeiningar að ræða sem voru fastar saman og vógu samtals 78,9 kíló. Konan hafði starfað hjá tannlæknastofunni í þrjár vikur þegar slysið varð en áður hafði hún meðal annars starfað á leikskóla og hjá fyrirtæki sambúðarmanns síns. Hún hafði einnig stundað skrifstofunám en var um tíma án atvinnu og fékk greiddar atvinnuleysisbætur. Því var ekki talið að laun síðustu þriggja ára gæfu rétta mynd af framtíðartekjum hennar. Litið var til þess að konan hefði að öllum líkindum aukið starfshlutfall sitt þegar börn konunnar yrðu eldri sem og að hún hefði nýtt starfsgetu sína við heimilisstarfa. Þá þótti krafa hennar hófleg, en krafa hennar var aðeins lægri en meðallaun tanntækna.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent