Svar við svari; Kári minn,... Ole Anton Bieltvedt skrifar 15. september 2020 15:00 ...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. Fyrir mér þýðir það, að sá sem ávarpar með „minn“, er þá að gefa til kynna, að sá, sem ávarpaður er, sé yngri, óreyndari, fari ekki með rétt mál eða sé ekki fullkomlega trúverðugur. Á þetta við hér. Þetta ávarp getur líka verið föðurlegt, sem ekki á við hér, enda þú eldgamall sjálfur, þó að árin telji ekki alltaf um aldur manna. Það má bæta því við, að fyrir undirrituðum er það fremur ósmekklegt, jafnvel dónalegt, að tengja saman aldur manna og rugl. Oft tengist aldur reynzlu og vizku, þó að ekki sé fullyrt, að það síðar nefnda eigi við um undirritaðan. En það fyrra gerir það sannarlega. Talandi um rugl, þá geta menn ruglast á öllum aldursskeiðum, líka auðvitað - og kannske sérstaklega - sumir hinna öldruðu, en svo eru aftur aðrir, sem fæðast ruglaðir og eru það alla ævi. Það undarlega er, að oft fer fæðingarrugl manna fram hjá þeim órugluðu, lengi og mikið, þó að upp komist oft um fæðingarruglið, áður en yfir líkur. Meira um rugl aðeins seinna. Vil ég nú fara í efni þíns svar frá í gær, við minni grein um þig, IE og Amgen, frá í fyrradag: Það er auðvitað fínt, að þú skulir hafa eftir megnið af innihaldi minnar greinar - alla mína helztu punkta - í þínu svari. Þú er vinsæll pistlahöfundur (svo ekki sé talað um skimunarpáfi, enda búinn að hræða líftóruna úr stórum hluta þjóðarinnar, sem nú trúir þér og fylgir, eins og Rússar Raspútin), og tryggir þessi endurtekning minna helztu punkta hugsanlega tvöfaldan lestur. Ekki get ég kvartað yfir því. Þetta er þó sennilega ekki vinargreiði, heldur fremur óviljandi greiði. Svona af vangá. Þú upplýsir, að 280 manns vinni hjá IE, og, að 80 þeirra hafi unnið við sýnatöku marz til maí, í þrjá mánuði, og, að hinir 200 hafi verið sendir heim, þar sem þeir gerðu ekkert í 90 daga eða lengur. Sýnist mér þetta vísbendingu um litla hugkvæmni eða lítinn frumleika forstjóra IE, sé þetta þá rétt. Ég hef heyrt af mörgum stjórnendum, alls konar fyrirtækja, sem létu sitt fólk vinna heima í vor, með góðum árangri, í einstaka tilfellum með betri árangri, en náðist á vinnustað. Varla geta hin margvíslegu verkefni IE verið svo heilög, þó merkileg séu, að menn geti ekki unnið við þau á neinn hátt í fjarvinnu. Ef ég ætti að gefa einkunn fyrir þessa starfsstýringu 200 manna í 3 mánuði - afsetning þeirra í algjört iðjuleysi og gagnsleysi - þá væri hún, því miður, falleinkunn. Skv. síðasta ársreikningi, sem fyrir liggur, voru rekstrartekjur IE það ár (2018) tæplega 100 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 12 milljarðar ISK, á gengi í lok þess tíma. Mín spurning: Fyrir hvað hafði IE 1 milljarð króna í tekjur, á mánuði, 2018? Varla fyrir góðvild til samfélagins, eða, þó til allra jarðarbúa væri? Þú fullyrðir enn, að þú og IE, með grænu ljósi frá eiganda IE, Amgen, hafið fært 3 milljarða króna inn í íslenzkt samfélag, bara í marz-maí, á kostnað félagsins. Nú sýnir nefndur ársreikningur IE, að eigiðfé IE var ekki „nema“ um 3,8 milljarðar í lok þess reikningsárs. Ertu að segja, að bara á 3 mánuðum í vor, hafir þú gefið 80% af eigin fé fyrirtækisins einfaldlega út úr því!? Slíkt væri meira en rausnarlegt. Einhver hefði kallað það algjört rugl. Hvernig stenzt slíkt gagnvart stjórn, hluthöfum eiganda, kröfuhöfum og yfirvöldum, þar með talið gagnvart skattyfirvöldum!? Í fljótu bragði virðist mér þessi meinta „gjöf“ vera skattskyld. Hvað segir ágætur Kári, fyrir mér nú frekar gola en stormur, um þetta? Og, hvað með framhaldið; sumarið og haustið? Þú virðist vera að halda áfram að gefa ríkisstjórninni og þjóðinni milljónir, ef ekki milljarða, án þess, að þú segir, að þið fáið nokkuð fyrir ykkar snúð, annað en innri gleði. Ef þetta er rétt, sé ég ekki betur, en að þú og það félag, sem þú stýrir, IE, standið á gjaldþrotsbrúninni. Er ekki rekstrarkostnaðurinn 1 milljarður á mánuði!? Aftur að rugli: Leyfðu mér að velta upp nokkrum atriðum úr Kastljósi 27. maí. Þegar þú varst búinn að lýsa því yfir, hversu óhresst „fólkið í Vatnsmýrinni“ (alias þú) væri gagnvart stjórnvöldum, einkum ráðherra, yfir því, að það hefði verið hunzað og vanvirt, eftir að þú hafðir fullyrt, að heilbrigðisráðherra væri eins og 10 ára stelpa og eftir að þú hafðir klykkt út með því, að þú hefðir blokkað Þórólf blessaðan Guðnason í símanum hjá þér, svo hann næði ekki í þig, til að biðja þig að skima, þá átti stjórnandi Kastljóss, Einar Þorsteinsson, engin orð, nema þessi, og lái honum hver sem vill: „Þú ert allveg ruglaður“. Og þá kom svar frá þér, sem lengi verður minnisstætt, og hafa verður í huga, þegar þú fullyrðir, í þínu svari við minni grein, að ég sé „svolítið ruglaður“. Þú sagðir: „Það munu víst margir taka undir það“ (að þú værir ruglaður). Með þessu varstu eiginlega að segja, að þú viðurkenndir, að þú værir hálfruglaður, og hér vaknar hugleiðingin aftur um fæðingarrugl. Málið er samt þetta: Ef það er rétt hjá þér, að þú sért ruglaður - við skulum segja hálf – og þú kallar mig síðan ruglaðan, gildir þá ekki reglan um að mínus plús mínus sé plús; þegar þú, hálfruglaður, kallar mig ruglaðan, gæti það þá ekki þýtt, að ég væri með öllu óruglaður; kannske jafnvel skýr og klár :) Skák, Kári, þú átt leikinn. Satt bezt að segja öfunda ég þig ekki af stöðunni. Þú virðist sitja fastur í leðjunni, í Levi‘s skyrtunni ljósbláu og góðu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
...eins og þú veizt, felst sérstök merking í því, ef menn eru ávarpaðir með „minn“ á Íslenzku. Fyrir mér þýðir það, að sá sem ávarpar með „minn“, er þá að gefa til kynna, að sá, sem ávarpaður er, sé yngri, óreyndari, fari ekki með rétt mál eða sé ekki fullkomlega trúverðugur. Á þetta við hér. Þetta ávarp getur líka verið föðurlegt, sem ekki á við hér, enda þú eldgamall sjálfur, þó að árin telji ekki alltaf um aldur manna. Það má bæta því við, að fyrir undirrituðum er það fremur ósmekklegt, jafnvel dónalegt, að tengja saman aldur manna og rugl. Oft tengist aldur reynzlu og vizku, þó að ekki sé fullyrt, að það síðar nefnda eigi við um undirritaðan. En það fyrra gerir það sannarlega. Talandi um rugl, þá geta menn ruglast á öllum aldursskeiðum, líka auðvitað - og kannske sérstaklega - sumir hinna öldruðu, en svo eru aftur aðrir, sem fæðast ruglaðir og eru það alla ævi. Það undarlega er, að oft fer fæðingarrugl manna fram hjá þeim órugluðu, lengi og mikið, þó að upp komist oft um fæðingarruglið, áður en yfir líkur. Meira um rugl aðeins seinna. Vil ég nú fara í efni þíns svar frá í gær, við minni grein um þig, IE og Amgen, frá í fyrradag: Það er auðvitað fínt, að þú skulir hafa eftir megnið af innihaldi minnar greinar - alla mína helztu punkta - í þínu svari. Þú er vinsæll pistlahöfundur (svo ekki sé talað um skimunarpáfi, enda búinn að hræða líftóruna úr stórum hluta þjóðarinnar, sem nú trúir þér og fylgir, eins og Rússar Raspútin), og tryggir þessi endurtekning minna helztu punkta hugsanlega tvöfaldan lestur. Ekki get ég kvartað yfir því. Þetta er þó sennilega ekki vinargreiði, heldur fremur óviljandi greiði. Svona af vangá. Þú upplýsir, að 280 manns vinni hjá IE, og, að 80 þeirra hafi unnið við sýnatöku marz til maí, í þrjá mánuði, og, að hinir 200 hafi verið sendir heim, þar sem þeir gerðu ekkert í 90 daga eða lengur. Sýnist mér þetta vísbendingu um litla hugkvæmni eða lítinn frumleika forstjóra IE, sé þetta þá rétt. Ég hef heyrt af mörgum stjórnendum, alls konar fyrirtækja, sem létu sitt fólk vinna heima í vor, með góðum árangri, í einstaka tilfellum með betri árangri, en náðist á vinnustað. Varla geta hin margvíslegu verkefni IE verið svo heilög, þó merkileg séu, að menn geti ekki unnið við þau á neinn hátt í fjarvinnu. Ef ég ætti að gefa einkunn fyrir þessa starfsstýringu 200 manna í 3 mánuði - afsetning þeirra í algjört iðjuleysi og gagnsleysi - þá væri hún, því miður, falleinkunn. Skv. síðasta ársreikningi, sem fyrir liggur, voru rekstrartekjur IE það ár (2018) tæplega 100 milljónir Bandaríkjadala, eða tæplega 12 milljarðar ISK, á gengi í lok þess tíma. Mín spurning: Fyrir hvað hafði IE 1 milljarð króna í tekjur, á mánuði, 2018? Varla fyrir góðvild til samfélagins, eða, þó til allra jarðarbúa væri? Þú fullyrðir enn, að þú og IE, með grænu ljósi frá eiganda IE, Amgen, hafið fært 3 milljarða króna inn í íslenzkt samfélag, bara í marz-maí, á kostnað félagsins. Nú sýnir nefndur ársreikningur IE, að eigiðfé IE var ekki „nema“ um 3,8 milljarðar í lok þess reikningsárs. Ertu að segja, að bara á 3 mánuðum í vor, hafir þú gefið 80% af eigin fé fyrirtækisins einfaldlega út úr því!? Slíkt væri meira en rausnarlegt. Einhver hefði kallað það algjört rugl. Hvernig stenzt slíkt gagnvart stjórn, hluthöfum eiganda, kröfuhöfum og yfirvöldum, þar með talið gagnvart skattyfirvöldum!? Í fljótu bragði virðist mér þessi meinta „gjöf“ vera skattskyld. Hvað segir ágætur Kári, fyrir mér nú frekar gola en stormur, um þetta? Og, hvað með framhaldið; sumarið og haustið? Þú virðist vera að halda áfram að gefa ríkisstjórninni og þjóðinni milljónir, ef ekki milljarða, án þess, að þú segir, að þið fáið nokkuð fyrir ykkar snúð, annað en innri gleði. Ef þetta er rétt, sé ég ekki betur, en að þú og það félag, sem þú stýrir, IE, standið á gjaldþrotsbrúninni. Er ekki rekstrarkostnaðurinn 1 milljarður á mánuði!? Aftur að rugli: Leyfðu mér að velta upp nokkrum atriðum úr Kastljósi 27. maí. Þegar þú varst búinn að lýsa því yfir, hversu óhresst „fólkið í Vatnsmýrinni“ (alias þú) væri gagnvart stjórnvöldum, einkum ráðherra, yfir því, að það hefði verið hunzað og vanvirt, eftir að þú hafðir fullyrt, að heilbrigðisráðherra væri eins og 10 ára stelpa og eftir að þú hafðir klykkt út með því, að þú hefðir blokkað Þórólf blessaðan Guðnason í símanum hjá þér, svo hann næði ekki í þig, til að biðja þig að skima, þá átti stjórnandi Kastljóss, Einar Þorsteinsson, engin orð, nema þessi, og lái honum hver sem vill: „Þú ert allveg ruglaður“. Og þá kom svar frá þér, sem lengi verður minnisstætt, og hafa verður í huga, þegar þú fullyrðir, í þínu svari við minni grein, að ég sé „svolítið ruglaður“. Þú sagðir: „Það munu víst margir taka undir það“ (að þú værir ruglaður). Með þessu varstu eiginlega að segja, að þú viðurkenndir, að þú værir hálfruglaður, og hér vaknar hugleiðingin aftur um fæðingarrugl. Málið er samt þetta: Ef það er rétt hjá þér, að þú sért ruglaður - við skulum segja hálf – og þú kallar mig síðan ruglaðan, gildir þá ekki reglan um að mínus plús mínus sé plús; þegar þú, hálfruglaður, kallar mig ruglaðan, gæti það þá ekki þýtt, að ég væri með öllu óruglaður; kannske jafnvel skýr og klár :) Skák, Kári, þú átt leikinn. Satt bezt að segja öfunda ég þig ekki af stöðunni. Þú virðist sitja fastur í leðjunni, í Levi‘s skyrtunni ljósbláu og góðu. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar