Farseðillinn til Ítalíu tæklaður af Hólmberti? Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2020 17:45 Hólmbert Aron Friðjónsson fagnar eftir að hafa komið Íslandi yfir gegn Belgíu í síðustu viku. vísir/getty Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson. Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Hólmbert Aron Friðjónsson meiddist, var svikinn um vítaspyrnu og gæti hafa misst af tækifæri til að fara til ítalska knattspyrnufélagsins Brescia, alla vega um tíma. Hólmbert, sem skoraði mark Íslands gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á dögunum, fór meiddur af velli á 28. mínútu í leik með Aalesund gegn Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni í gær. Óttast var að meiðslin gætu verið alvarleg en norski miðillinn VG hefur eftir manni úr sjúkrateymi Aalesund að við myndatöku í dag hafi komið í ljós að ökkli Hólmberts væri óbrotinn, og að vonir stæðu til að hann gæti jafnvel spilað í næsta leik. Hólmbert hefði átt að fá vítaspyrnu vegna tæklingarinnar en ekkert var dæmt og raunir Aalesund jukust. Liðið er langneðst í deildinni með sjö stig eftir sautján leiki. Tæklinguna má sjá eftir 25 sekúndur af myndskeiðinu hér að neðan. Hólmbert hefur verið orðaður við ítalska B-deildarliðið Brescia, sem Birkir Bjarnason leikur með, og Sunnmörsposten segir í dag að Aalesund hafi hafnað tilboði frá Ítalíu í framherjann. Joacim Jonsson, sérfræðingur Eurosport í Noregi, sagði í gær að meiðsli Hólmberts gætu sett stórt strik í reikninginn varðandi vonir hans um að komast til Ítalíu. Nú er þó komið í ljós að meiðslin eru ekki alvarleg. „Strákurinn er á leiðinni út. Það var meira og minna frágengið. Ég hefði giskað á að þetta yrði hans síðasti leikur hérna, en nú gæti allt frestast varðandi samning. Fótbolti er ferskvara. Það gæti farið svo að þessi möguleiki bjóðist ekki aftur,“ sagði Jonsson.
Norski boltinn Ítalski boltinn Tengdar fréttir Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59 Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Sjá meira
Hólmbert skástur íslensku strákanna: Einkunnir Íslands fyrir Belgíuleikinn Íslenska liðið fékk óvænta forgjöf á móti heimsklassaliði Belgíu í kvöld en þegar upp var staðið þá höfðu þeir fengið kennslustund frá frábæru fótboltaliði. 8. september 2020 20:59
Hólmbert: Hugsaði bara um að láta vaða Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands er liðið tapaði 5-1 fyrir Belgíu á útivelli í kvöld. Framherjinn var nokkuð sáttur með sína frammistöðu. 8. september 2020 20:53