Ætlar sér oddvitasæti á suðvesturhorninu Jakob Bjarnar skrifar 14. september 2020 11:48 Benedikt Jóhannesson ætlar að hella sér aftur út í stjórnmálinn. Vísir/Daníel Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, segist sækjast eftir að leiða lista Viðreisnar í einhverju kjördæminu á Suðvesturhorni í þingkosningunum á næsta ári. Hann segir popúlista sækja fram á Íslandi og að þeir séu að ná þingsætum. Spurður hvort hann sé þar að vísa sérstaklega til Miðflokksins, segir hann að fólk hljóti að sjá það í hendi sér við hvað er átt. „Ég held að það skýri sig sjálft í hugum allra.“ Ekki er úr vegi að ætla sem svo að Benedikt skilgreini Miðflokkinn sem andstæðu Viðreisnar, auk ríkisstjórnarflokkanna. Sem gæti þá skýrt línur í næstu Alþingiskosningum. Í pistli sem Benedikt birti á umræðuvettvangi Viðreisnar rifjar hann upp að þegar hann leiddi listann í Norðausturkjördæmi árið 2016 hugsaði ég það þannig, að ef flokkurinn ætti að geta komið að stjórnarmyndun yrðum við að ná þingsætum í dreifbýlinu og leggja talsvert undir. Hann reyndi fyrir sér í Norðausturkjördæmi og varaformaðurinn, Jóna Sólveig Elínardóttir, í Suðurkjördæmi. Bæði náðu kjöri. „Nú hafa aðstæður gerbreyst. Árin undir núverandi ríkisstjórn eru óhagstæð okkar meginbaráttumálum. Popúlistar sækja fram og ná þingsætum,“ segir Benedikt. Umdeild og afdrifarík ummæli Benedikts Benedikt, sem er stofnandi flokksins, ráðherra og fyrsti formaður, varð valtur í sessi eftir að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í loft 2017 þegar á daginn kom að faðir Bjarna, Benedikt Sveinsson, hafði skrifað undir umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns um uppreist æru. Vísir greindi frá málinu og í kjölfar þess liðaðist ríkisstjórnin í sundur. Björt framtíð dró sig út úr ríkisstjórnarsamstarfinu en Benedikt Jóhannesson lét hins vegar umdeild ummæli falla, sem hann svo bakkaði með, að það mál, sem þótti svo „stórt að það væri ástæða stjórnarslita, það man varla nokkur hvað þetta er. Ef að þetta hefði verið stjórnarslitamál þá ætti þetta að vera eitt aðalkosningamálið núna.“ Ummælin féllu í grýttan jarðveg meðal flokksmanna, atburðarásin var hröð sem endaði með því að Þorgerður Katrín var kosin formaður flokksins. Nú skal herða róðurinn Að sögn, hefur Viðreisn verið meginviðfangsefni Benedikts frá árinu 2014. Hann vill enn stuðla að því að því að málstaður flokksins eflist og að hann verði í aðstöðu til að mynda ríkisstjórn að ári. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Benedikt segir popúlista sækja fram. Spurður hvort hann sé þar að tala um Miðflokkinn segir hann það skýra sig sjálft í hugum allraVísir/Vilhelm „Aðeins þannig er von til þess að sækja í frelsisátt, sem gerist ekki nema við náum mjög góðum árangri á Suðvesturhorninu. Ég nýt mín best þar sem baráttan er hörðust og vona að ég njóti trausts til að vera í fremstu víglínu.“ Benedikt segir að hann muni sækjast eftir oddvitasæti á Suðvesturhorni, og þó enn sé langt til kosninga, eitt ár og tvær vikur, sé vert að búa sig vel undir þær. Blaðamaður Vísis spurði hann sérstaklega út í það hvort skilja megi orð hans svo að í þeim fælist gagnrýni á störf núverandi formanns, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, en Benedikt segir að samstarf þeirra sé fínt. Benedikt sendi í framhaldinu frá sér tilkynningu á Facebook sem lesa má að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Viðreisn Miðflokkurinn Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira