Sjö ára fangelsi staðfest í einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2020 15:29 Austin Mini bíllinn sem fíkniefnin fundust í. Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst við komuna til landsins með Norrænu í ágúst í fyrra. Sommer áfrýjaði dómnum úr héraði ólíkt Victor Sorin Epifanov, rúmenskum samverkamanni, sem afplánar dóm sinn. Efnin voru flutt til Íslands með Norrænu.Vísir/JóiK Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper með þýsku skráningarnúmeri. Var bílnum ekið frá Þýskalandi til Danmerkur þar sem hann fór um borð í Norrænu. Var amfetamínið tæplega 70 prósent að styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Verjandi Sommer tók sér frest til að meta hvort sótt yrði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar kom fram að Epifanov og Sommer hefðu ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Epifanov hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms var leynihólfinu einnig lýst nánar en þar sagði að hólfið hefði verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms sagði einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins. Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10. febrúar 2020 21:56 Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag sjö ára fangelsisdóm yfir Þjóðverjanum Heinz Bernhard Sommer fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. Mennirnir voru handteknir laugardaginn 3. ágúst við komuna til landsins með Norrænu í ágúst í fyrra. Sommer áfrýjaði dómnum úr héraði ólíkt Victor Sorin Epifanov, rúmenskum samverkamanni, sem afplánar dóm sinn. Efnin voru flutt til Íslands með Norrænu.Vísir/JóiK Fíkniefnin voru falin í innanverðri farangursgeymslu bíls af gerðinni Austin Mini Cooper með þýsku skráningarnúmeri. Var bílnum ekið frá Þýskalandi til Danmerkur þar sem hann fór um borð í Norrænu. Var amfetamínið tæplega 70 prósent að styrkleika en kókaínið tæp 82 prósent. Um er að ræða eitt mesta magn fíkniefna sem lagt hefur verið hald á hér á landi. Verjandi Sommer tók sér frest til að meta hvort sótt yrði um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Þótti ekki grunsamlegt að fá fría ferð með uppihaldi og gistingu Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í febrúar kom fram að Epifanov og Sommer hefðu ferðast til Íslands árið 2018 á sama bíl og þeir voru á þegar þeir voru handteknir á síðasta ári. Sommer sagðist þá hafa verið í fríi hér á landi og ekki þótt neitt undarlegt við það að Epifanov hafi greitt allt fyrir Sommer í ferðinni. Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsförinni árið 2018 að þeim hafi verið boðið að fara til Íslands að sækja peninga. Eina útskýringin sem hann hafi fengið væri sú að einhver ætti að afhenda honum pening hér á landi því það væri svo dýrt að greiða Western Union þóknun fyrir senda peninga á milli landa. Hér má sjá hvernig fíkniefnin voru falin í bílnum, í leynihólfi fyrir neðan farangursgeymsluna. Aðspurður um tilgang ferðarinnar á síðasta ári sagðist hann hafa fengið símtal og hann beðinn um að fara til Íslands og sækja peninga hér á landi, eins og hann hafði gert árið áður. Sagðist hann ekki hafa grunað að tilgangur ferðarinnar væri að smygla eiturlyfjum en taldi þó líklegt að peningurinn sem hann hafði sótt væri ólöglegur. Ótrúverðugt að þeir hafi ekki vitað af fíkniefnunum Í dómi héraðsdóms var leynihólfinu einnig lýst nánar en þar sagði að hólfið hefði verið læst með raflokum sem voru tengdar við stýribúnað með þráðlausu aðgengi eða fjarstýringarbúnaði. Lögreglu var unnt að komast inn í hólfið með því að fjarlægja ytri afturstuðara og opna rennispjald sem búið var að koma fyrir á innri stuðara. Þessu til viðbótar reyndist staðsetningarbúnaður með hollensku símkorti vera falinn í mælaborði bifreiðarinnar. Í dómi héraðdóms sagði einnig að framburður mannanna tveggja yrði, í ljósi allra atvika, að teljast í meginatriðum ótrúverðugur um það að þeim hafi verið alls ókunnugt um raunverulegan tilgang fararinnar og að þeir hafi ekki vitað um fíkniefnin falin í leynihólfi bifreiðarinnar þegar þeir komu til landsins.
Dómsmál Norræna Smygl Tengdar fréttir Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10. febrúar 2020 21:56 Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Með gríðarlegt magn fíkniefna falið í fjarstýrðu leynihólfi Rúmeninn Victor Sorin Epifanov gaf þá skýringu á Íslandsför hans og Þjóðverjans Heinz Bernhard Sommer að þeir hefðu verið að sækja peninga fyrir þriðja aðila, þar sem og dýrt væri að senda þá milli landa með peningamillifærslu Western Union. 10. febrúar 2020 21:56
Sjö ára fangelsi fyrir eitt mesta fíkniefnasmygl Íslandssögunnar Þjóðverjinn Heinz Bernhard Sommer og Rúmeninn Victor Sorin Epifanov hafa verið dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir smygl á tæpum fjörutíu kílóum á amfetamíni og fimm kílóum af kókaíni. 10. febrúar 2020 13:52