Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið frábær í sumar. VÍSIR/VILHELM Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00
„Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07