Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 14:45 Ekki sást til sólar í gegnum appelsínugulan himininn yfir Gullríkisbrúnni við San Francisco í gærmorgun. Myndin var tekin klukkan 9:47 um morgun að staðartíma. AP/Eric Risberg Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00