Mannskæðir gróðureldarnir lita himininn appelsínugulan í Kaliforníu Kjartan Kjartansson skrifar 10. september 2020 14:45 Ekki sást til sólar í gegnum appelsínugulan himininn yfir Gullríkisbrúnni við San Francisco í gærmorgun. Myndin var tekin klukkan 9:47 um morgun að staðartíma. AP/Eric Risberg Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Þrír fórust í gróðureldunum miklu sem geisa í Kaliforníu í gær en þeir eru sagðir breiðast út á fordæmalausum hraða. Aska og reykur frá eldunum skyggir á sólina og litar himininn appelsínugulan. Um helmingur Kaliforníubúa er nú sagður anda að sér menguðu lofti. Eldarnir í Kaliforníu í ár eru þeir mestu sem sögur fara af en þeir kviknuðu í methita, þurrki og hvassviðri. AP-fréttastofan segir að á þriðja tug gróðurelda brenni nú í ríkinu, þar á meðal þrír af þeim fimm stærstu í sögu þess. Frá miðjum ágúst hafa ellefu manns farist í eldunum í Kaliforníu og um 3.600 byggingar orðið honum að bráð. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sína vegna eldanna. Yfirvöld í norðanverðri Kaliforníu segja að þrír hafi farist í Bear-eldinum svonefnda þar í gær. Einn þeirra látnu fannst í bíl og virðist hafa reynt að flýja undan eldinum. Eldurinn stefnir nú suðvestur í átt að Butte-sýslu, þar á meðal bænum Paradís sem eyðilagðist nánast algerlega í gróðureldum árið 2018 og 85 manns fórust. Í Washington-ríki norðar á vesturströnd Bandaríkjanna hefur stærra landsvæði brunnið á einum degi en slökkviliðsmenn þar sjá venjulega á heilu ári. Íbúar í Oregon og Idaho hafa einnig þurft að flýja heimili sín. Fólk lét ekki dumbunginn vegna gróðureldanna kom í veg fyrir að það sæti úti á Alamo-torgi í San Francisco í gær.Vísir/EPA Sögulega hröð útbreiðsla Eldurinn breiðir úr sér á ógnarhraða í skraufþurru gróðurlendi. Daniel Swain, loftslagsvísindamaður við Kaliforníuháskóla, segir við AP-fréttastofuna að varlega áætlað hafi meira en þúsund ferkílómetrar lands brunnið á einum sólarhring. „Ótrúlegur hraði útbreiðslunnar sem við sjáum í þessum eldum er sögulega fordæmalaus,“ tísti Swain. Reykurinn yfir stórum hluta Kaliforníu var svo þykkur í gær að appelsínugul slikja vofði yfir himninum sem sólin náði aðeins af veikum mætti í gegnum. Ökumenn í San Francisco og víðar hafa þurft að kveikja á þokuljósum til að sjá fram fyrir sig í mistrinu. Los Angeles Times segir að loftgæði í ríkinu hafi verið sjaldan verið eins slæm. Í Yosemite-dalnum, einum vinsælasta þjóðgarði ríkisins, mældist svifryksmengun sexfalt verri en í Los Angeles. „Um helmingur íbúa ríkisins hafa orðið fyrir áhrifum af magni reyks frá gróðureldunum sem fer yfir loftgæðaviðmið,“ segir Melanie Turner, talskona Loftgæðastofnunar Kaliforníu, við blaðið. Sums staðar í sunnanverðri Kaliforníu féll sót af himni eins og snjór. Gefnar voru út viðvaranir vegna loftgæða í Los Angeles-, San Bernardino-, Riverside- og Orange-sýslum. Reykurinn er svo þykkur að dregið hefur hita miðað við veðurspár í kringum San Francisco. Það hefur hjálpað til við að halda reyknum ofar í loftinu og forðað fólki frá enn verri loftmengun. Logar frá Bear-eldinum við Oroville í Kaliforníu. Þrír fundust látnir eftir eldinn í norðanverðu ríkinu í gær.AP/Noah Berger
Bandaríkin Loftslagsmál Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51 Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24 Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Innlent Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Fleiri fréttir Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Sjá meira
Óttast að hlýir og þurrir vindar fóðri eldana enn frekar Veðuraðstæður gætu gert gróðurelda sem brenna stjórnlaust í Kaliforníu og víðar á vesturströnd Bandaríkjanna enn skæðari í dag og næstu dag. 9. september 2020 11:51
Sögulegt ástand í Kaliforníu sem versnar líklega Nokkrir slökkviliðsmenn í Kaliforníu eru slasaðir og minnst einn alvarlega eftir að hafa orðið undir í baráttunni við skógarelda í dag. 8. september 2020 23:24
Faraldurinn stöðvar ekki loftslagsbreytingar Losun gróðurhúsalofttegunda stefnir í sama horf og áður en kórónuveiruheimsfaraldurinn hóf innreið sína fyrr á þessu ári þrátt fyrir metsamdrátt. 9. september 2020 11:00