Fótbolti

Skelltu Ítölum eftir tapið gegn Íslandi

Sindri Sverrisson skrifar
Svíar töpuðu gegn Íslendingum í Víkinni síðasta föstudag.
Svíar töpuðu gegn Íslendingum í Víkinni síðasta föstudag. VÍSIR/GETTY

Svíar gerð Íslendingum greiða þegar þeir unnu 3-0 sigur á Ítölum á heimavelli í kvöld í undankeppni EM U21-landsliða í fótbolta.

Svíar töpuðu 1-0 gegn Íslandi í Reykjavík síðasta föstudag en Pontus Almqvist kom þeim í 2-0 gegn Ítalíu á fyrstu 30 mínútum leiksins í kvöld. Gustav Henriksson bætti við þriðja markinu snemma í seinni hálfleik og þar við sat.

Sigur Svía styrkir stöðu Íslands sem er í 3. sæti riðilsins með 12 stig eftir 6 leiki. Írland er efst með 16 stig eftir 7 leiki, Ítalía er með 13 stig eftir 6 leiki, og Svíþjóð með 9 stig eftir 6 leiki. Ísland mætir Ítalíu á heimavelli eftir mánuð, eða 9. október, og botnliði Lúxemborgar ytra fjórum dögum síðar. Ísland á svo eftir útileiki við Armeníu og Írland í nóvember.

Efsta lið hvers riðils kemst á EM og fimm lið með bestan árangur í 2. sæti, í undanriðlunum níu, komast einnig í lokakeppnina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×