Fótbolti

Belgar greina frá smiti kvöldið fyrir leikinn við Ísland

Sindri Sverrisson skrifar
Brandon Mechele er með kórónuveiruna. Hér er hann á æfingu belgíska liðsins í aðdraganda leiksins við Danmörku á laugardaginn.
Brandon Mechele er með kórónuveiruna. Hér er hann á æfingu belgíska liðsins í aðdraganda leiksins við Danmörku á laugardaginn. VÍSIR/GETTY

Ísland mætir Belgíu ytra annað kvöld í Þjóðadeild UEFA í fótbolta. Einn leikmanna Belgíu hefur nú greinst með kórónuveirusmit en leikurinn mun þó ekki vera í hættu.

Brandon Mechele, sem var á varamannabekknum hjá Belgum í 2-0 sigrinum gegn Danmörku í Kaupmannahöfn á laugardag, er hinn smitaði. Smitið greindist þegar belgíska liðið fór allt í smitpróf í gær.

Belgíska knattspyrnusambandið greindi frá þessu í kvöld, og að Mechele hefði nú yfirgefið belgíska hópinn.

Í frétt RTBF í Belgíu er haft eftir Philippe Rosier, yfirmanni heilbrigðismála hjá belgíska knattspyrnusambandinu, að leikurinn við Ísland sé ekki í hættu. Mechele sé kominn í einangrun en aðrir geti tekið þátt í leiknum og verði svo teknir í próf aftur eftir leikinn.


Tengdar fréttir

„Skiptir ekki máli hvern við dekkum“

„Það skiptir ekki máli hvern við dekkum þarna,“ segir Ari Freyr Skúlason um hið ógnarsterka belgíska lið sem Ísland mætir ytra annað kvöld í Þjóðadeildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×