Fótbolti

Mbappé smitaður eftir að hafa afgreitt Svía

Sindri Sverrisson skrifar
Kylian Mbappé greindist með kórónuveirusmit í morgun.
Kylian Mbappé greindist með kórónuveirusmit í morgun. VÍSIR/GETTY

Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé hefur greinst með kórónuveirusmit og mun því ekki leika með heimsmeisturunum gegn Króatíu í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Mbappé var hetja Frakka í Stokkhólmi fyrir tveimur dögum þegar hann gerði eina markið í sigri á Svíþjóð. Franska knattspyrnusambandið greindi frá því í kvöld að sóknarmaðurinn ungi hefði greinst með smit, þrátt fyrir að hafa ekki sýnt nein einkenni. Því hefði hann strax yfirgefið franska hópinn og yrði ekki með gegn Króatíu.

Mbappé mun sömuleiðis væntanlega missa af fyrstu leikjum PSG í frönsku 1. deildinni en liðið á fyrir höndum fjóra deildarleiki á næstu tveimur vikum. Sex liðsfélagar Mbappé hjá PSG hafa undanfarið greinst með kórónuveirusmit. Það eru þeir Neymar, Angel Di Maria, Leandro Paredes, Keylor Navas, Mauro Icardi og Marquinhos.


Tengdar fréttir

Frakkland, Portúgal og Belgía öll með sigra

Þremur leikjum lauk nú rétt í þessu í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Belgar sigruðu Dani, Frakkar unnu Svía og Portúgal vann sannfærandi sigur á Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×