Fótbolti

Ekki einu sinni Ron­aldo komst upp með að sitja á pöllunum án grímu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo í stuði er hann mætti til æfinga hjá Juventus á dögunum.
Ronaldo í stuði er hann mætti til æfinga hjá Juventus á dögunum. vísir/getty

Þrátt fyrir að þú sért stórstjarna þá kemstu ekki upp með að sitja án grímu á pöllunum í Portúgal á fótboltaleik. Þessu fékk Cristiano Ronaldo að kynnast um helgina.

Ronaldo var ekki með Portúgal sem vann 4-1 sigur á Króatíu á laugardagskvöldið og sat þar af leiðandi á pöllunum.

Þeir sem sitja á pöllunum þurfa að vera með grímu yfir munni og nefi en enga svoleiðis grimu mátti sjá á Ronaldo í upphafi leiksins.

Það þurfti heilbrigðisstarfsmann og samtal þeirra á milli til þess að Ronaldo myndi setja grímuna á andlitið. Það hafðist að endingu.

Ronaldo er meiddur á tá og lék þar af leiðandi ekki á laugardaginn. Það er einnig ólíklegt að hann verði með gegn Svíþjóð annað kvöld.

Hinn magnaði Ronaldo er að leita að sínu 100. marki fyrir þjóð sína en sem stendur er hann í 99 mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×