Fótbolti

Var bolta­sækir gegn Kasakstan en fimm árum síðar á bekknum gegn Eng­landi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Andri Fannar hefur gert það gott á Ítalíu í vetur.
Andri Fannar hefur gert það gott á Ítalíu í vetur. vísir/getty

Andri Fannar Baldursson hefur skotist fljótt upp á stjörnuhimininn eftir að hann byrjaði að spila með ítalska úrvalsdeildarfélaginu Bologna.

Hinn átján ára gamli Andri Fannar var í fyrsta skipti í A-landsliðshópum er Ísland tapaði 1-0 fyrir Englandi á Laugardalsvelli um helgina.

Andri Fannar var ónotaður varamaður í leiknum en umboðsskrifstofa hans, Total Football, birtir skemmtilega mynd á Twitter-síðu sinni í dag.

Það eru einungis fimm ár frá því að Andri Fannar var að rétta landsliðsfyrirliðanum, Aroni Einari Gunnarssyni, boltann í leik gegegn Kasakstan í Laugardalnum er hann var boltasækir.

Aron Einar var þó ekki með um helgina því hann fékk ekki leyfi frá félaginu sínu, Al Arabi í Katar, en það verður að teljast ansi líklegt að þeir spili saman á næstu mánuðum eða árum.

Andri Fannar gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik á morgun er Ísland mætir Belgum á útivelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×