Innlent

Tveir snarpir jarðskjálftar við Krýsuvík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Upptök skjálftanna voru um 1,5 kílómeter norðvestur af Krýsuvík og var annar þeirra meira en þrír að stærð.
Upptök skjálftanna voru um 1,5 kílómeter norðvestur af Krýsuvík og var annar þeirra meira en þrír að stærð. loftmyndir/map.is

Tveir nokkuð öflugir jarðskjálftar urðu við Krýsuvík með skömmu millibili í morgun.

Skjálftarnir mældust 2,8 og 3,3 að stærð. Sá fyrri reið yfir klukkan 6:20 og sá seinni mínútu síðar.

Að því er segir á vef Veðurstofunnar eru upptök þeirra eru um einn og hálfan kílómetra norðvestur af Krýsuvík og hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt í kjölfarið.

Engar tilkynningar hafa enn borist um að skjálftarnir hafi fundist í byggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×