Vissi að Birkir hefði ekki tekið víti í nokkur ár Sindri Sverrisson skrifar 5. september 2020 18:55 Birkir Bjarnason tekur vítaspyrnu Íslands sem fór rétt yfir markið. VÍSIR/DANÍEL Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. Raheem Sterling tryggði Englandi sigur með marki úr víti í uppbótartíma en Ísland fékk víti skömmu síðar. Birkir Bjarnason skaut hins vegar yfir úr henni. Pickford var spurður út í vítaspyrnuna og hvað honum þætti um varnarleik Joe Gomez sem var dæmdur brotlegur, þegar hann reyndi að stöðva Hólmbert Aron Friðjónsson. „Þeir komu með stóran strák inn á í lokin og það var mikið af mönnum þarna svo þetta var erfitt fyrir Joe. Ég gæti trúað að dómarinn hafi tekið ákvörðunina of snemma en við náðum að landa 1-0 sigri,“ sagði Pickford. Mjög erfitt að brjóta Ísland á bak aftur Hann var spurður hvort hann hefði jafnvel verið að vonast eftir að spyrna Birkis færi á markið, svo hann gæti varið og þaggað niður í gagnrýnisröddum: „Ég hef alltaf trú á mér í vítum. Við söfnum gögnum um það hvernig andstæðingarnir taka vítin en strákurinn sem tók vítið hafði ekki tekið víti í nokkur ár svo við vissum ekki hvað hann myndi gera. Ég var smáheppinn að hann skyldi ekki hitta markið en kannski setti ég líka smá pressu á hann,“ sagði Pickford, ánægður með sigurinn. Jordan Pickford hélt marki Englands hreinu á Laugardalsvelli.VÍSIR/DANÍEL „Við urðum bara að vera þolinmóðir og vissum að þá fengjum við tækifæri. Við erum á undirbúningstímabili en þetta voru mjög góð úrslit,“ sagði Pickford. „Við spiluðum mjög góðan bolta en það er mjög erfitt að brjóta Ísland á bak aftur. Þeir áttu mjög góðan leik og þetta var einn af þessum leikjum þar sem þurfti að nýta færið sem gafst. Við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Everton-maðurinn. Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Hamrén ekki búinn að ákveða hvort hann hóar í annan miðvörð í stað Sverris Þjálfari íslenska landsliðsins þarf að finna nýtt miðvarðapar fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn. 5. september 2020 18:41 Hörður Björgvin: Ánægður hvernig við spiluðum allir sem heild Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem England skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans. 5. september 2020 18:36 Foden: Þetta var ekki auðvelt Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld. 5. september 2020 18:32 Kári: Hann getur ekki fjarlægt hendurnar Fyrirliði íslenska liðsins gegn Englandi var ekki sáttur með vítaspyrnuna sem sigurmark enska liðsins kom upp úr. 5. september 2020 18:28 Sjáðu alla vítadramatíkina undir lok leiksins í Laugardalnum Það var allt að gerast í lok leik Íslands og Englands þar sem Birkir Bjarnason fékk kjörið tækifæri til að tryggja íslenska liðinu stig. 5. september 2020 18:26 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Twitter eftir tapið grátlega gegn Englandi: „Walker er með þrjá í greindarvísitölu“ Twitter var eins og svo oft áður lifandi vettvangur yfir landsleikjum Íslands í fótbolta. 5. september 2020 18:00 Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu. 5. september 2020 17:34 Sjáðu markið hans Harry Kane sem var dæmt af í upphafi leiks Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slapp með skrekkinn í upphafi leiks á móti Englandi á Laugardalsvellinum í dag. 5. september 2020 16:36 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Jordan Pickford, landsliðsmarkvörður Englands, viðurkennir að hann hafi haft heppnina með sér að Ísland skyldi ekki ná að jafna úr vítaspyrnu í uppbótartíma á Laugardalsvelli í kvöld. Raheem Sterling tryggði Englandi sigur með marki úr víti í uppbótartíma en Ísland fékk víti skömmu síðar. Birkir Bjarnason skaut hins vegar yfir úr henni. Pickford var spurður út í vítaspyrnuna og hvað honum þætti um varnarleik Joe Gomez sem var dæmdur brotlegur, þegar hann reyndi að stöðva Hólmbert Aron Friðjónsson. „Þeir komu með stóran strák inn á í lokin og það var mikið af mönnum þarna svo þetta var erfitt fyrir Joe. Ég gæti trúað að dómarinn hafi tekið ákvörðunina of snemma en við náðum að landa 1-0 sigri,“ sagði Pickford. Mjög erfitt að brjóta Ísland á bak aftur Hann var spurður hvort hann hefði jafnvel verið að vonast eftir að spyrna Birkis færi á markið, svo hann gæti varið og þaggað niður í gagnrýnisröddum: „Ég hef alltaf trú á mér í vítum. Við söfnum gögnum um það hvernig andstæðingarnir taka vítin en strákurinn sem tók vítið hafði ekki tekið víti í nokkur ár svo við vissum ekki hvað hann myndi gera. Ég var smáheppinn að hann skyldi ekki hitta markið en kannski setti ég líka smá pressu á hann,“ sagði Pickford, ánægður með sigurinn. Jordan Pickford hélt marki Englands hreinu á Laugardalsvelli.VÍSIR/DANÍEL „Við urðum bara að vera þolinmóðir og vissum að þá fengjum við tækifæri. Við erum á undirbúningstímabili en þetta voru mjög góð úrslit,“ sagði Pickford. „Við spiluðum mjög góðan bolta en það er mjög erfitt að brjóta Ísland á bak aftur. Þeir áttu mjög góðan leik og þetta var einn af þessum leikjum þar sem þurfti að nýta færið sem gafst. Við vissum að þetta yrði erfitt,“ sagði Everton-maðurinn.
Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43 Hamrén ekki búinn að ákveða hvort hann hóar í annan miðvörð í stað Sverris Þjálfari íslenska landsliðsins þarf að finna nýtt miðvarðapar fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn. 5. september 2020 18:41 Hörður Björgvin: Ánægður hvernig við spiluðum allir sem heild Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem England skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans. 5. september 2020 18:36 Foden: Þetta var ekki auðvelt Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld. 5. september 2020 18:32 Kári: Hann getur ekki fjarlægt hendurnar Fyrirliði íslenska liðsins gegn Englandi var ekki sáttur með vítaspyrnuna sem sigurmark enska liðsins kom upp úr. 5. september 2020 18:28 Sjáðu alla vítadramatíkina undir lok leiksins í Laugardalnum Það var allt að gerast í lok leik Íslands og Englands þar sem Birkir Bjarnason fékk kjörið tækifæri til að tryggja íslenska liðinu stig. 5. september 2020 18:26 Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14 Twitter eftir tapið grátlega gegn Englandi: „Walker er með þrjá í greindarvísitölu“ Twitter var eins og svo oft áður lifandi vettvangur yfir landsleikjum Íslands í fótbolta. 5. september 2020 18:00 Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu. 5. september 2020 17:34 Sjáðu markið hans Harry Kane sem var dæmt af í upphafi leiks Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slapp með skrekkinn í upphafi leiks á móti Englandi á Laugardalsvellinum í dag. 5. september 2020 16:36 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Kári: Ekkert persónulegt og ekkert stórmál Kári Árnason átti fínan leik í leiknum gegn Englendingum í dag og stýrði vörninni eins og herforingi með Sverri Inga Ingason sér við hlið. 5. september 2020 18:43
Hamrén ekki búinn að ákveða hvort hann hóar í annan miðvörð í stað Sverris Þjálfari íslenska landsliðsins þarf að finna nýtt miðvarðapar fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni á þriðjudaginn. 5. september 2020 18:41
Hörður Björgvin: Ánægður hvernig við spiluðum allir sem heild Ísland tapaði með svekkjandi hætti fyrir Englandi í Þjóðadeild UEFA í dag. Lokatölur 0-1 þar sem England skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Birkir Bjarnason klúðraði síðan víti fyrir Ísland á lokamínútu uppbótartímans. 5. september 2020 18:36
Foden: Þetta var ekki auðvelt Phil Foden lék sinn fyrsta landsleik fyrir enska A-landsliðið í 1-0 sigrinum á Íslandi í kvöld. 5. september 2020 18:32
Kári: Hann getur ekki fjarlægt hendurnar Fyrirliði íslenska liðsins gegn Englandi var ekki sáttur með vítaspyrnuna sem sigurmark enska liðsins kom upp úr. 5. september 2020 18:28
Sjáðu alla vítadramatíkina undir lok leiksins í Laugardalnum Það var allt að gerast í lok leik Íslands og Englands þar sem Birkir Bjarnason fékk kjörið tækifæri til að tryggja íslenska liðinu stig. 5. september 2020 18:26
Hamren: Eitt versta tapið á ferlinum Erik Hamren, þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta, var ansi vonsvikinn eftir 1-0 tapið gegn Englandi í Þjóðadeildinni í dag. 5. september 2020 18:14
Twitter eftir tapið grátlega gegn Englandi: „Walker er með þrjá í greindarvísitölu“ Twitter var eins og svo oft áður lifandi vettvangur yfir landsleikjum Íslands í fótbolta. 5. september 2020 18:00
Sjáðu rauða spjaldið hjá Kyle Walker Kyle Walker fór snemma í sturtu í leik Íslands og Englands í Þjóðadeildinni og skildi liðsfélaga sína eftir tíu á móti ellefu. 5. september 2020 17:34
Sjáðu markið hans Harry Kane sem var dæmt af í upphafi leiks Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu slapp með skrekkinn í upphafi leiks á móti Englandi á Laugardalsvellinum í dag. 5. september 2020 16:36